Kato Stalos

Adonis Apartments í Kato Stalos er 2ja stjörnu snyrtilegt íbúðahótel, með rúmgóðar íbúðir, töfrandi  útsýni yfir hafið, garð og sundlaug og staðsett örfáa metra frá  strönd.

Hótelið er aðeins 200 metra frá næsta þorpi þar sem finna má hraðbanka, verslanir og minimarket.  Næsta verslunarmiðstöð er í 4 km fjarlægð og strætisvagn er að finna í 200 metra fjarlægð.

Gisting:

Í boði eru íbúðir með einu eða tveim svefnherbergjum og studíó, öll  loftkæld, með svölum eða verönd. 
Eldhúskrókur er í íbúðum með eldunarplötu, ísskáp/frystir og kaffivél. Ekki er ofn né örbylgjuofn.  Nettenging er á herbergjum (frítt) , sjónvarp og sími.
Þrifið er 6 daga vikunnar og líni og handklæðum skipt út tvisvar í viku. Hægt er að fá ungbarnarúm án aukagjalds.
 
Gestamóttaka er ekki á hótelinu en starfsmaður er á staðnum og tekur á móti gestum.
Lyfta, bar eða veitingastaður eru ekki í húsinu en stutt er í næstu veitingastaði og verslanir eða
50 - 200 metrar.
 
Baðherbergin eru með sturtu eða baðkar og hárþurrku.
 
Staðsetning:
 
Hótelið er í 18 km fjarlægð frá Chania flugvelli.
 
 
Áhugaverðir staðir:

Archaeological Museum of Chania 6.7 km, Folklore Museum of Chania 6.7 km,

Chania Old Venetian Harbor 6.8 km, Municipal Market of Chania 7 km, House-Museum of Eleftherios Venizelos 8.6 km, 

Venizelos Graves 10.3 km, Botanical Park & Gardens of Crete 10.7 km.

 

Upplýsingar

PEO Kissamou Chanion 32, Stalos 731 00, Grikkland

Kort