Maleme

Carisa Maleme er fallegt 3ja stjörnu, nýuppgert hótel staðsett í strand þorpinu Pirgos Psilinerou og er hótelið í 3ja km fjarlægð frá miðbæ þorpsins Platanias og ca 2 km frá Gerani ströndinni. 

Frá hótelinu að Maleme Beach - ströndinni, eru aðeins 250 metrar.  Á hótelinu er veitingastaður, útisundlaugar og garður.  Strætisvagnar og leigubílar eru í 300 metra fjarlægð frá hótelinu.

 
Gisting.
 
Í boði eru  tveggja manna herbergi og íbúðir með einu svefnherbergi. Hægt er að óska eftir íbúð með þremur svefnherbergjum ( 2 hæðir) . Gistirými eru falleg og björt og öll með loftkælingu. Íbúðirnar eru með eldhús, ísskáp/frystir,  hraðsuðuketil, síma,
gervihnattasjónvarp, net-tengingu (frítt)  öryggishólf, svalir eða verönd.  Tveggja manna herbergin eru með svalir eða verönd, sjónvarp, síma , ísskáp, kaffivél og öryggishólf.
 
Baðherbergin eru með sturtu eða baðkar, hárþurrku og hreinlætisvörur fá gestir við komu.
Herbergi eru þrifin sex daga vikunnar og skipt er á rúmfötum og handklæðum þrisvar í viku.
 
Á hótelinu eru 3 sundlaugar, barnalaug, ping pong og billiard og frí nettenging. Hægt er að leigja reiðhjól, og þvottaþjónustu er hægt að fá gegn gjaldi. Einnig er hægt að bóka skoðunarferðir í gestamóttöku.  Dagleg þrif.
 
Staðsetning:
 
Hótelið er í 26 km fjarlægð frá Chania flugvelli.   
 
Í nálægð við hótelið er:
 
Platanias-strönd - 40 mín. ganga, Máleme Beach - 3 mín. ganga, Tavrontis Beach - 5 km
Agia Marina ströndin - 6,1 km, Gullna ströndin - 13,9 km Platanias-torgið - 5,2 km.
 
Áhugaverðir staðir.
 
Municipal Art Gallery of Chania 14.6 km, Archaeological Museum of Chania 14.6 km,
Folklore Museum of Chania 14.7 km, Kucuk Hasan Mosque 14.7 km, Chania Old Venetian Harbor 14.7 km, Municipal Market of Chania 14.9 km, House-Museum of Eleftherios Venizelos
16.5 km, Venizelos Graves 18.1 km.

Upplýsingar

Pirgos Psiloneroue, Chania 73014

Kort