Carisa Maleme er fallegt 3ja stjörnu, nýuppgert hótel staðsett í strand þorpinu Pirgos Psilinerou og er hótelið í 3ja km fjarlægð frá miðbæ þorpsins Platanias og ca 2 km frá Gerani ströndinni.
Frá hótelinu að Maleme Beach - ströndinni, eru aðeins 250 metrar. Á hótelinu er veitingastaður, útisundlaugar og garður. Strætisvagnar og leigubílar eru í 300 metra fjarlægð frá hótelinu.
Gisting.
Í boði eru tveggja manna herbergi og íbúðir með einu svefnherbergi. Hægt er að óska eftir íbúð með þremur svefnherbergjum ( 2 hæðir) . Gistirými eru falleg og björt og öll með loftkælingu. Íbúðirnar eru með eldhús, ísskáp/frystir, hraðsuðuketil, síma,
gervihnattasjónvarp, net-tengingu (frítt) öryggishólf, svalir eða verönd. Tveggja manna herbergin eru með svalir eða verönd, sjónvarp, síma , ísskáp, kaffivél og öryggishólf.
Baðherbergin eru með sturtu eða baðkar, hárþurrku og hreinlætisvörur fá gestir við komu.
Herbergi eru þrifin sex daga vikunnar og skipt er á rúmfötum og handklæðum þrisvar í viku.
Á hótelinu eru 3 sundlaugar, barnalaug, ping pong og billiard og frí nettenging. Hægt er að leigja reiðhjól, og þvottaþjónustu er hægt að fá gegn gjaldi. Einnig er hægt að bóka skoðunarferðir í gestamóttöku. Dagleg þrif.
Staðsetning:
Hótelið er í 26 km fjarlægð frá Chania flugvelli.
Í nálægð við hótelið er:
Agia Marina ströndin - 6,1 km, Gullna ströndin - 13,9 km Platanias-torgið - 5,2 km.
Áhugaverðir staðir.
Folklore Museum of Chania 14.7 km, Kucuk Hasan Mosque 14.7 km, Chania Old Venetian Harbor 14.7 km, Municipal Market of Chania 14.9 km, House-Museum of Eleftherios Venizelos
16.5 km, Venizelos Graves 18.1 km.
Upplýsingar
Pirgos Psiloneroue, Chania 73014
Kort