H10 Porto Poniente er nýlegt og afar fallegt 4 stjörnu hótel vel staðsett við Poniente ströndina. Á hótelinu eru 2 sundlaugar með glæsilegt útsýni yfir hafið, heilsulind og líkamsræktar aðstaða
GISTING - Athuga að hótelið er lokað frá 11.12.22 - 09.02.23
Á hótelinu eru 174 herbergi, rúmgóð 25 - 29 fm., fallega innréttuð og reyklaus. Loftkæling, minibar, öryggishólf, sími, Smart sjónvarp og frítt internet er á öllum herbergjum.
Baðherbergi eru með baðkari eða sturtu, hárþurrku, snyrtispegli og hreinlætisvörur. Setustofa/sófi er eingöngu í junior suites.
Hægt er að óska eftir herbergjum fyrir hreyfihamlaða. Ath. Superior tvíbýli og Superior Junior svítur eru með götusýn.
VEITINGAR
Veitingastaðurinn Tortuga býður upp á hlaðborðs morgunverð og kvöldverð.
Medusa Barinn er í gestamóttöku og býður upp á verönd sem með beinan aðgang að göngustíg við sjávarsíðuna.
Þakbar er á hótelinu Marea Alta með glæsilegt útisýni yfir hafið. Tapas og snarl réttir fást þar ásamt drykkjum. Sundlaug og sólbaðs aðstaða ásamt vaðlaug fyrir börnin.
AÐSTAÐA
Despacio vellíðunaraðstaða, eingöngu fyrir fullorðna, með upphitaðri innilaug, Sauna og Sensations sturtur og hægt að fá nudd og meðferðir gegn gjaldi.
Vel útbúin líkamsrækt er á hótelinu, frítt fyrir gesti hótelsins.
Í NÁGRENNI HOTELS
Strönd, við hótelið. fjarlægð að miðbæ Benidorm 300 metrar, gamli bærinn og verslanir og barir eru í 300 metra fjarlægð, Elche Park er í 100 metra fjarlægð
og matvörumarkaður er í 110 metra fjarlægð. La Marina verslunarmiðstöðin er í 3.5 km fjarlægð.
Upplýsingar
Calle San Pedro, 24, 03501 Benidorm, Alicante, Spánn
Kort