Platanias

Omega Platanias hótelið er fallegt  og vinalegt 3ja stjörnu hótel staðsett í Platanias. Stór og góð sundlaug og fallegur garður. Hótelið er staðsett um 100-200 metra frá aðalgötunni í Plantanias og um 300 - 400 metra frá strönd.

 

GISTING

 
í boði eru studio og íbúðir með svölum eða verönd, gistirými eru með loftkælingu, eldhúskrók, ísskáp, brauðrist,  kaffivél, frítt wifi, öryggishólf og  sjónvarp.  Gisting er seld án fæðis.
Maisonette íbúðir eru á 2 hæðum. Gestamóttakan er opin frá kl.07.00 til kl. 23.00 Hægt er að ná sambandi við gestamóttöku, símleiðis eftir lokun, ef mikið liggur við.
Gistirými eru þrifin daglega, skipt er á rúmfatnaði á þriggja daga fresti og handklæðum á 2ja daga fresti. Ath. Wi-fi getur verið mjög hægt/lélegt á álagstímum.
 
 
VEITINGAR
 
 
Veitingastaður hótelsins býður upp á alþjóðlega og staðbundna rétti. Á sundlaugar barnum er hægt að fá amerískan morgunverð, snarl og drykki.  Baðherbergi eru með sturtu og hárþurrku.
 
 
AFREYING
 
 
Góð útisundlaug og sólbaðsaðstaða.  Í gestamóttöku er hægt að fá upplýsingar um skoðunarferðir á Krít og kaupa miða í Aquatic garðinn og lestarmiða.
Yfir sumartímann eru skemmtun á kvöldin við sundlaugarbarinn, t.m. tónlist, karaoke og grísk kvöld. 
 
 
Í NÁGRENNI HÓTELS
 
 
Platanias torgið er í 600 metra fjarlægð, veitingastaðir og kaffihús,  Platanias ströndin 300 metrar, Agia Marina ströndin 900 metrar og Gerani ströndin er í 1.2 km. fjarlægð. Gamla feneyska höfnin í Chania er í 11 km fjarlægð.  Alþjóðlegi flugvöllurinn í Chania er í ca 25 km fjarlægð frá hóteli.

 

 

 

 

 

Upplýsingar

Platanias 73100, Chania, Crete

Kort