Cala Vinas

Globales Cala Vinas hótel er flott 4 stjörnu hótel, staðsett við strönd, staðsett í rólegu hverfi í Palmanova. Frá hótelinu má njóta stórbrotins útsýni yfir hafið og við hótelð er hin fallega vík Cala Vinas þar sem hægt er að baða sig í kristaltærum

sjónum. Eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

 

GISTING

Herbergin eru með svölum og loftkælingu, gervihnattasjónvarp, kæliskáp/minibar, wifi, öryggishólf ( aukagjald) síma og wifi (gæti verið aukagjald)

Baðherbergin eru með baðkari og sturtu, hreinætisvörur og hárþurrku.

 

VEITINGAR

Hlaðborð: matreiðslumeistarinn og hans lið útbúa fjölbreytt úrval af réttum til að velja úr á hverjum degi, ferskar hágæðavörur.og eru með show-cooking, þar sem hægt er að horfa á kokkana elda.

Cave Bar með flott útsýni, Balinese sófi og gæða sér á ljúfum koktail  - gerist ekki betra. 

 

AFÞREYING

Líkamsræktarsalur, *spa, *nudd, upphituð innilaug,  *bogfimi,* tennisvöllur, *pool borð og skemmtidagskrá er meðal þess sem er í boði ( * aukagjald )

 

Í NÁGRENNI HOTELS

Aðeins 2-4 mínútna akstur til Magaluf eða Palmanova þar sem finna má úrval af verslunum, veitingastöðum og börum.

 

Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

 

 

 

Upplýsingar

C/ Las Sirenas, 15 07181 Cala viñas - Calvià - Mallorca

Kort