Calas de Mallorca

Globales Samoa hótelið er fallegt og stilhreint 3ja stjörnu hótel, staðsett um 150 metra frá Cala Domingos ströndinni. Á hótelinu eru sundlaug, tennisvellir og skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa.

Hótelið er staðsett í Calas de Mallorca og eru um 46km til Alcudia og 46 km til El Arenal. Hótelið er í um 19 km. frá borginni Manacor. 

 

GISTING

Herbergin eru björt, falleg og með svölum,  loftkælingu, öryggishólf (aukagjald) gervihnattasjónvarp, wifi (aukagjald) og síma. Baðherbergi eru með baðkar og hreinlætisvörur.

 

VEITINGAR

Hlaðborðsveitingastaður sem býður mjög gott úrval af Miðjarðarhafs og alþjóðlegum réttum.  3 barir eru á hótelinu. 

 

AFREYING

Útisundlaugar, garður, min-klúbbur, leikvöllur, tennisvöllur, mini-golf, sportvöllur, ping-pong, og inni og úti skemmtidagskrá.

 

Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

 

Upplýsingar

Calle Formentor, s/n 07689 Calas de Mallorca - Mallorca

Kort