Palmanova

Globales Mimosa er fallegt, nýuppgert 4 stjörnu hótel sem býður upp á flest þau þægindi sem þarf til að gera dvölina á eyjunni ógleymanlega.Staðsett aðeins 500 metra frá Palma Beach ströndinni.

 
GISTING
 
Rúmgóð, þægileg og falleg herbergi eru öll með svölum, loftkælingu, míni bar, síma, gervihnattasjónvarp og þráðlausa nettengingu.  Hægt er að fá  öryggishólf gegn gjaldi.
 
 
VEITINGAR
 
Á hótelinu er hlaðborðs veitingastaður sem býður upp á mikið úrval af alþjóðlegum og staðbundnum réttum. Við sundlaugina er bar og inni á hótelinu er snarl bar og kaffitería.
 
 
AFÞREYING
 
Sundlaugar, sólbaðsaðstaða (solarium), leikherbergi og kvöldskemmtanir fyrir alla aldurshópa.
 
 
Í NÁGRENNI HOTELS
 
Palma Nova Beach, 500 metrar, BCM Magaluf (næturklúbbur) er í 1.1 km fjarlægð, Katmandu Park 1,2 km., Islands Beach Club, 1,2 km., Twisted Water Park  1.3 km., The Pirates Adventure 1,8 km., Aqualand 2km.,
 
 
Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.
 
 

Upplýsingar

Avda. Ca's Saboners, 28 07181 Palmanova - Mallorca

Kort