Santa Ponsa

Globalis Costa De La Palma er fallegt 4 stjörnu íbúðahótel, staðsett í rólegu íbúahverfi stutt frá strönd. Tvær útisundlaugar þar af ein barnalaug með rennibraut og leikvöllur fyrir börn. Hótelið er í göngufæri við miðbæinn þar sem finna má úrval af veitingastöðum, skemmtunum og verslunum.

 

GISTING

Í boði eru vel útbúnar og bjartar íbúðir og studíó með svölum, loftkælingu, eldhúskrók, kæliskáp, mikro ofn,  hraðsuðuketil, gervihnattasjónvarp, síma og öryggishólf ( aukagjald).  Baðherbergi eru með sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur. 

 

BÖRN

Barnalaug með rennibraut, mini-klúbbur, leikvöllur og leikherbergi.

 

AFÞREYING

Útisundlaug og barnalaug með rennibraut, sólbaðs aðstaða, barþjónusta og leikjaherbergi fyrir alla aldurshópa og sport völlur.

Nokkra metra frá hótelinu eru upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn. Ströndin er í göngufæri og meðfram ströndinni er göngustígur þar sem finna má verslanir, bari og veitingastaðir. 

 

VEITINGAR

Costa De La Palma er með góðan úti-veitingastað, a la carte,  þar sem njóta má morgunverðar, hádegisverðar og kvöldverðar og snarl er fáanlegt allan daginn.

 

Í NÁGRENNI HÓTELS

 

Minigolf, 1,8 km., Aquapark, 5 km., dýragarður 35 km., verslunarmiðstöð 200 metrar og Marineland 3 km.,

 

Ferðamenn á Mallorca greiða gistiskatt sem ekki er hluti af verði okkar og er innheimtur við innritun af hótelinu sjálfu. Hann er reiknaður á mann fyrir hverja nótt á gististaðnum. Upphæðin er breytileg eftir opinberri stjörnugjöf gististaðana.

 

 

Upplýsingar

C/ Centre, 4 07183 - Santa Ponsa - Mallorca

Kort