Alegria Alzinar Mar Suites er 4 stjörnu hótel staðsett á hinu fallega svæði Can Picafort Alcudia og er sérstaklega mælt með hótelinu fyrir fullorðna. Tilvalið fyrir þá sem vilja slaka á og njóta í fallegu umhverfi. Can Picafort ströndin og bátahöfnin eru í 900 metra fjarlægð frá hótelinu. Miðbærinn er í 500 metra fjarlægð þar sem finna má verslanir, veitingastaði og bari.
GISTING
Junior svíturnar eru bjartar og þægilegar í opnu rými og eru með svölum eða verönd. Svíturnar eru loftkældar og sjónvarp er með alþjóðlegar rásir. Frítt wifi er á herbergjum. Hægt að fá öryggishólf og minibar gegn tryggingu og aukagjaldi.
Baðherbergi eru með sturtu, hreinlætisvörur, snyrtispegil, og hárþurrku.
VEITINGAR
Hlaðborðsveitingar: morgunverður frá kl. 08.00 - 10.00 Hádegisverður frá kl. 13.00 - 15.00 og kvöldverður frá kl. 19.30 - 21.30
Snarl er í boði frá kl. 11.00 - 12.30 / 15.30 - 19.00 á sundlaugarbarnum.
AÞREYING
Útisundlaug, góðir sólbekkir, sólhlífar, Balinese bekkir, innisundlaug og líkamsrækt og skemmtidagskrá fyrir fullorðna eingöngu.
Í NÁGRENNI HOTELS
Strönd 800 metrar, sjór Alcudia Bay 800 metrar, miðbærinn, veitingarstaðir og verslanir 500 metrar. Aðrar strendur, Platja dels Capellans, 1.5 km., Na Patana Beach 1.6 km. og Es Comu Beach 2.1 km.
Natural Park S´Albufeira de Mallora 5.5 km., Ranco Grande Park mallorca, 6.4km., Alcudia Old Town, 10 km. Mountain - La Victoria, 6 km.
Sérstakur ferðamannaskattur er á Mallorca sem greiðist á hóteli.
Verð frá 2 - 4 EUR á mann á dag, fer eftir stjörnufjölda hótel
Upplýsingar
Carrer Saladina, S/N, 07458 Can Picafort, Illes Balears, Spain
Kort