Albufeira

Hotel Velamar Boutique er lítið og snyrtilegt þriggja stjörnu hótel, staðsett Olhos D'Água Albufeira og  í göngufæri við strönd. 

 

GISTING

Herbergin eru nokkuð rúmgóð, loftkæld og eru með minibar, kaffi og te aðstöðu,  sjónvarp með kapalrásum og skrifborð.  Öryggishólf er hægt að biðja um (aukagjald).  Efri hæðir eru aðgengilegar með lyftu. Ath., tveggja manna herbergi standard eru ekki með svölum. Baðherbergi eru með sturtu eða baðkari, hreinlætisvörur og hárþurrku.

 

VEITINGAR

Morgunverðarhlaðborð er borið fram í morgunverðarsal hótelsins þar sem gestir geta notið útsýnis yfir Atlantshafið - Gestir geta slakað á með drykk og hressingu á hótelbarnum.  Frítt WiFi

 

AÐSTAÐA

Ein sundlaug með barnalaug er við hótelið, sólbekkir og sólbaðs aðstaða, reiðhjóla og bílaleiga er á hótelinu.

 

Í NÁGRENNI HOTELS

Ströndin er í 10 min. göngufæri og veitingastaðir og næturlífið er í 5 mín. göngufæri.   Olhos de Água ströndin er í 0.8 km fjarlægð, Balai Golfvillage og golfvöllurinn er í 0.9 km. fjarlægð, Nautaatshringu Albufeira er í 2, 4 km. fjarlægð, Strip de Albufeira göngusvæðið er í 2,6 km fjarlægð, Albufeira verslunarmiðstöðin er í 4,3 km. fjarlægð og Pine Cliffs golfvöllurinn er í 2,1 km fjarlægð.

 

Upplýsingar

Estr. de Albufeira, 8200-635 Olhos de Água, Portúgal

Kort