Torremolinos

AluaSoul Costa Malaga er nýuppgert og gott 4 stjörnu hótel,  staðsett í Torremolinos og stutt frá strönd. Hótelið er með útisundlaug, veitingastað og bar. Mælt er með þessu hóteli fyrir 16 ára og eldri.

 
GISTING
 
Í boði eru standard double herbergi sem eru rúmgóð (18fm) og björt með svölum.  Loftkæling ( og hitastýring) sími, minibar, sjónvarp. Hægt er að fá öryggishólf gegn aukagjaldi. Þráðlaus nettenging/WiFi,  og einnig eru í boði premium herbergi (23fm) með svölum og með aðeins meiri lúxus  svo sem baðsloppa, inniskó, sundlaugar- handklæði og Nespresso kaffivél og Junior svítur (24fm) sem eru með 2 rúm eða hjónarúm ( hægt er að óska eftir aukarúmi fyrir þriðja gest) og setustofu með sófa og sófaborði og góðum svölum..  
 
Standard búnaður á baðherbergjum - sturta, hreinlætisvörur, snyrtispegill og hárþurrka. 
 
 
VEITINGAR
 
Veitingastaður hússins er með hlaðborðs-veitingar með fjölbreyttu úrvali af spænskum og alþjóðlegum réttum. 
 
 
AÐSTAÐA
 
Útisundlaug er á hótelinu og þar eru sólbekkir og sólhlífar fyrir gesti hótelsins. Sundlaugarbar.  Skutl-þjónusta (frítt)  er á ströndina og þar er einkasvæði þar sem hægt er að leigja sólbekki og sólhlífar fyrir ca 7 evrur fyrir tvo sólbekki.  Á hótelinu er lítil líkamsrækt og leik herbergi (games room)
 
 
Í NÁGRENNI HÓTELS
 
Miðbær Torremolinos, Bajondillo Beach 10 mín. ganga,  La Carihuela Beach 16 mín ganga, Plaza Costa del Sol 3ja mín.ganga, , Aqualand Torremolinos 16 mín. ganga og krókódílagarðurinn 14 mín. ganga.  

Upplýsingar

Av. Isabel Manoja, 9, 29620 Torremolinos, Málaga, Spánn

Kort