Torremolinos

AluaSun Costa Park er prýðilegt 4 stjörnu fjölskyldu hótel staðsett í Torremolinos í um það bil 1.5 km fjarlægð frá Playamar ströndinni. Útisundlaug, sólbekkir og tvær ferskvatns laugar fyrir börnin með allskyns leiktækjum.

 
GISTING
 
Í boði eru  tveggja manna herbergi, fjölskylduherbergi og junior suites, svalir eru á herbergjum, en þær eru fremur litlar.  Engin herbergi á þessu hóteli eru með sjávarsýn
Herbergin eru loftkæld og með gervihnattasjónvarp, þráðlaust net og síma. Hægt er að fá öryggishólf gegn aukagjaldi.  Baðherbergi eru með baðkari eða sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur.
 
 
BÖRNIN
 
Tvær fersk-vatns laugar eru fyrir börnin með vatnaleikjagarði.  Úti-leikvöllur og barnaklúbbur.
 
 
VEITINGAR
 
Veitingastaður býður upp á hlaðborðs veitingar þar sem finna má  úrval af alþjóðlegum og "Andalusian"  réttum.   Þrír barir eru á hótelinu.
 
 
AÐSTAÐA
 
Útisundlaug, sólbekkir, sólhlífar, handklæði, barnalaugar með fersk vatni og leiktæki svo sem rennibrautir. Tennis, leikja- herbergi með billiard, Ping Pong.  Vatnasport,  Minigolf (frítt)  Skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa.  Minimarket /lítil verslun er á hótelinu og skutl-þjónusta/bus í miðbæinn eða á ströndina (án gjalds)  ATM / hraðbanki er á hótelinu. Bílastæði eru við hótelið ( ath gæti verið aukagjald) Þvottaþjónusta (aukagjald)
 
 
Í NÁGRENNI HÓTELS
 
Playamar ströndin erí 1.3 km fjarlægð, Los Alamos ströndin 1,4 km og Bajondillo Beach í 1,4 km. fjarlægð.  Plaza Costa del Sol erí 1,3 km fjralægð, Aqualand Torremolinos er í 1,7 km fjarlægð, Plaza Mayor Malaga 2, 7 km., og Playa La Carihuela 2,9 km. fjarlægð.

Upplýsingar

C. el Pinar, 2, 29620 Torremolinos, Málaga, Spánn

Kort