Cala San Vicente

Globales Don Pedro er fallegt nýuppgert 4 stjörnu hótel í Cala San Vicente - Pollensa, staðsett örstutt frá strönd.  Hótelið er fyrir 18 ára og eldri.

 

GISTING

Tveggja manna herbergin eru með svalir eða verönd, sjávarsýn, svalir og loftkælingu. Á herbergjum er sjónvarp,  kaffi og te aðstaða, minibar og öryggishólf. Baðherbergin eru með sturtu, hárþurrku, baðsloppa og hreinlætisvörur. 
 

VEITINGAR

Veitingastaður er á hótelinu. Hálft fæði er  innifalið í verði, háflt fæði er morgunverður og kvöldverður.

 

AÐSTAÐA/AFÞREYING

Útisundlaug, garður og á kvöldin er skemmtidagskrá. ATM - hraðbanki er á hótelinu.  Verslanir, veitingastaðir og barir eru í 5 mínútna göngufjarlægð. Ströndin Cala Barques er í 100 metra fjarlægð, lítil vík með klettum og steinum og gott að vera á "jelly" skóm þegar gegnið er um ströndina og/eða farið er í sjóinn - mælum einnig með að fólk gæti sín á klettunum, þeir geta verið stórir og eru rétt undir yfirborði sjávar.

Ef ferðalangar vilja breyta til, er hægt að fara til Puerto Pollensa, með strætó eða leigubíl, þar eru langar strandir og falleg smábátahöfn. ( 10 mínútur í leigubíl - costar ca 12 -15 evrur ) strætóferð er ca 4- 5 evrur á mann svo það er alveg þess virði að taka leigubíl ef 2 eða fleiri fara.

 

Í NÁGRENNI HÓTELS:

 

 • Cala Barques
  0.1 km
 • Cala Formentor Beach
  7.3 km
 • Alcudia Old Town
  9.6 km
 • Tomir Mountain
  13.7 km
 • Cape Formentor
  14.2 km
 • Natural Park S'Albufera de Mallorca
  14.3 km
 • Lluc Monastery
  18.2 km

 

 

 

 

 

Upplýsingar

C/ Cala Clara, 4 07469 Cala San Vicente - Pollensa - Majorca

Kort