Paradiso Garden Hotel er mjög fallegt 4 stjörnu hótel, staðsett á friðsælum stað, rétt við Playa de Palma ströndina og í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá veitingastöðum og verslunum. Aðeins um 15 mínútna akstur er frá hótelinu í höfuðborgina Palma.
GISTING
Herbergin eru björt og fallega hönnuð og með svölum. þau eru með loftkælingu, síma, sjónvarp, öryggishólf, minibar (aukagjald) og frítt Wi-Fi. Baðherbergin eru með sturtu, stækkunarspegil, hreinlætisvörur og hárþurrku.
VEITINGAR
Paradiso Garden veitingastaðurinn er með hlaðborðsveitingar og á la Carte matseðil. Snake Bar - þar er hægt að fá te og kaffi, snarl og drykki frá klukkan 10.00 til miðnættis. Apple Bar, ferskir drykkir, smoothies og Moitos opið frá kl. 11.00 til kl.20.00
AÐSTAÐA OG AFÞREYING
Útisundlaugar er á hótelinu með sólbekkjum, Á vellíðunar/Spa svæðinu er innisundlaug, jazzui, sauna og tyrkneskt bað. Hægt er að panta fegrunar og nuddmeðferðir (aukagjald) og á spa svæðinu er líkamsræktar aðstaða. Þetta hótel er með mjög gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða innan herbergja og á almennum svæðum, en panta þarf herbergi með aðstöðu fyrir hreyfihamlaða með góðum fyrirvara.
Í NÁGRENNI HÓTELS
- El Arenal strönd - 13 mín. ganga
- Playa de Palma - 3 mín. ganga
- La Porciuncula kirkjan - 15 mín. ganga
- Höfnin í El Arenal - 22 mín. ganga
- Aqualand El Arenal - 31 mín. ganga
- Platja de Can Pastilla - 3,8 km
- Platja d'Or - 4,3 km
- Cala Estancia - 4,5 km
- Plaza Espana torgið - 15 km
- Circuito Mallorca - 7,2 km
- FAN Mallorca verslunarmiðstöðin - 8,2 km
AÐSTAÐA FYRIR HREYFIHAMLAÐA
- Gott aðgengi fatlaðra innan herbergis
- Sturta með hjólastólsaðgengi
- Aðgengi fyrir hjólastóla
- Almenningsbaðherbergi með hjólastólaaðgengi
- Móttökuborð með hjólastólaaðgengi
- Hjólastólaaðgengi að lyftu
- Móttökuborð með hjólastólaaðgengi
- Heilsulind með hjólastólaaðgengi
- Sundlaug með hjólastólaaðgengi
- Líkamsræktaraðstaða með hjólastólaaðgengi
- Veitingastaður á staðnum með hjólastólaaðgengi
- Upphækkuð klósettseta
- Lágt eldhúsborð/vaskur
- Handföng - nærri klósetti
- Handföng - í sturtu
Upplýsingar
Carrer de la Perla, 28, 07600 Playa de Palma, Illes Balears, Spánn
Kort