Palma

Pure Salt Garonda er afar fallegt "boutique" 4 stjörnu hótel, frábærlega vel staðsett, nánast við Miðjarðarhafsströndina. Hótelið er aðeins fyrir 18 ára og eldri. Milli hótels og Palma borgar eru strandir,strandklúbbar og göngusvæði sem gefur gestum kost á að njóta þess helsta í  menningar, matargerðar,  íþrótta, verslunar  og næturlifs borgarinnar.  Hótelið er í 10 mínútna akstursfjarlæð frá Palma flugvellinum

 

GISTING

Rúmgóð og fallega hönnuð herbergi með svalir eða verönd, loftkæling, minibar, öryggishólf, frítt Wi-Fi sloppar og 40* LCD sjónvarp með úrvalsrásum. Baðherbergi eru með sturtu, hreinlætisvörur, stækkunarspegill, baðsloppar, innskór og hárþurrka

 

VEITINGAR

Morgunverðarhlaðborðið er Garonda restaurant sem einnig er opinn fyrir hádegisverð og kvöldver og bar þjónusta á kvöldin.  Mikel & Pintxo veitingarstaður með verönd,  bjóða upp á tapas og spænska matargerð m.a. paellas, kjöt og fisk. LÁ Trattori Pizzeria by L´Arcada opnaði 1977 er einn af þekktustu veitingastöðum í Playa de Palma sérhæfa sig í ítalskri matargerð og er staðurinn umvafinn pálmatrjám með dásamlegt útsýni út á strönd.

 

AÐSTAÐA OG AFÞREYING

Strandlíf, vellíðan , golf og matur - ásamt dásamlegu útsýni yfir Miðjarðarhafið.  Vellíðun/Spa er með upphitaða innilaug með beinan aðgang í garðinn. sauna, tyrkneskt og jazzui og verönd þar sem hægt er að slaka á eftir bað, hægt er að panta nuddmeðferðir gegn gjaldi en þar eru notaðar meðal annars vörurfrá Natura Bissé og Gaia Mallorca ásamt hinu hreina Miðjarðarhafs salti.  Útisundlaug er á hótelinu og sundlaugarbar.

 

Í NÁGRENNI HOTELS

  • El Arenal strönd - 26 mín. ganga
  • Basilíka heilags Frans - 12,9 km
  • Paseo Maritime - 12,9 km
  • Parc de La Mar - 13,2 km
  • Santa María de Palma dómkirkjan - 14 km
  • Höfnin í Palma de Mallorca - 24,2 km
  • Puerto Portals Marina - 25,7 km

 

 

Upplýsingar

Carrer de la Mar Negra, 2, 07610 Palma, Illes Balears, Spánn

Kort