Albufeira

RocaBelmonte er snoturt og vinalegt 3ja stjörnu íbúðahótel staðsett í Albufeira, rétt við Albufeira Stadium. Rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum.

Staðsetning

RocaBelmonte er við hliðina á Albufeira Stadium. Það er u.þ.b. 2km frá ströndinni og gamla bænum og 2km frá ferðamannamiðstöðinni. Það eru bara 200m í allar helstu samgöngur, 350m í næstu verslunarmiðstöð og 300m frá næstu börum og veitingastöðum.

Gisting

Allar íbúðirnar á RocaBelmonte eru með svölum, gervihnattasjónvarpi og eldhúskróki með ísskáp og örbylgjuofni. Öryggisskápur er aðgengilegur gegn greiðslu.

Aðstaða

Hótelið var gert upp 2016. Á hótelinu er fallegur garður með tveim útilaugum og einni barnalaug.

Upplýsingar

Kort