Albufeira

3HB Guarana er fyrirtaks 4 stjörnu hótel sem hentar vel fjölskyldufólki.

Staðsetning

3HB Guarana er í Algarve og er í 500m fjarlægð frá ströndinni. Hótelið er í 11km fjarlægð frá næsta verslunarsvæði en aðeins steinsnar frá helstu börum og veitingastöðum.

Gisting

Öll herbergin á 3HB Guarana eru með svalir, baðkari og fríu þráðlausu neti, auk öryggisskáp, flatskjá með gervihnattasjónvarpi og loftkælingu.

Aðstaða

Það eru tvær útisundlaugar, hvor um sig með sér barnasvæði, og ein innisundlaug. Það er tennisvöllur (gegn gjaldi) og líkamsræktaraðstaða. Það er sána, tyrkneskt bað og nuttpottur í boði á hótelinu og einnig bæði nudd og spa gegn gjaldi. Það er golfvöllur í næsta nágrenni við hótelið. Á hótelinu er barnaklúbbur fyrir börn á aldrinum 4-12 ára og einnig barnapössun gegn gjaldi. Við hótelið er frí bílastæðaaðstaða og frítt þráðlaust net. Í boði er þvottaþjónusta gegn gjaldi.

Veitingar

Á hótelinu eru þrír veitingastaðir og fjórir barir.

 

Upplýsingar

Quinta Do Milharo Olhos De Agua 8200, Albufeira Portugal

Kort