Albufeira

Muthi Oura Praia Hotel er 4 stjörnu hótel sem er vel staðsett. Hótelið býður upp á rúmgóð herbergi, sundlaugar og tennisvöll og góða staðsetningu

Staðsetning

Hótelið er 500m frá næstu strönd sem og næsta næturklúbb. Stutt í bari og veitingastaði. Það er u.þ.b. 7km frá Albufeira og 5km frá næstu verslunarmiðstöð.

Gisting

Öll herbergin eru með svölum, loftkælingu og sturtu. Í boði eru þráðlaust net og öryggisskápur (gegn gjaldi).

Aðstaða

Á hótelinu er sundlaug, barnalaug og líkamsræktaraðstaða. Það eru tveir veitingastaðir, snarlbar, bar og sundlaugarbar. Það er aðgengi að tennisvelli og billjardborðum gegn vægu gjaldi. Stutt í næsta golfvöll. Hjólaleiga á staðnum. Móttakan er opin allan sólarhringinn. Þvottaþjónusta er í boði gegn gjaldi. Dagskrá fyrir börnin og barnapössun í boði gegn gjaldi.

Upplýsingar

Estrada de Santa Eulália,- Aerias de Sáo Jáo, 8200-269, Albufeira Portugal

Kort