Marokkó

Mjög gott fjögurra stjörnu hótel við ströndina umkringdur gróskumiklum görðum með pálmatrjám, nálægt miðbæ Agadir.  Hótelið er staðsett í 5 km fjarlægð frá La Médina d´Agadir og um 7 km frá forum rústum Agadir Oufella.

Nútímaleg herbergin eru öll með loftkælingu, flatskjá, minibar og verönd eða svalir með útihúsgögnum. Mósaíkflísar og hárþurrka á baðherbergi.  Frítt WiFi.

Á hótelinu eru 2 veitingastaðir, líkamsrækt og heilsulind með tyrknesku baði og snyrtistofu. Marokkósk og alþjóðleg matargerð er á báðum veitingastöðum Iberostar Founty Beach. Gestir geta fengið sér kokkteila á píanóbarnum og ef þú vilt dekra sérstaklega við þig er Spa svæðið rétti staðurinn, en þar er hægt að njóta Hamam-baðs, sánu eða panta nudd gegn gjaldi.

Hótelið leggur mikla áherslu á sjálfbærni og ábyrga ferðamennsku og tekur m.a. þátt í verkefninu Wave of Change. Mikið er lagt upp með sjálfbærni til að mynda sjálfbæra neyslu sjávarfangs og umhverfisvæna uppbyggingu og viðhald stranda.

Hotel Founty Beach býður upp á ýmsa afþreyingu, þar á meðal tennisvöll, billjarð og krakkaklúbb.

Upplýsingar

BP, Chemin des dunes, Agadir 80000, Marokkó

Kort