Marokkó

Royal Decamron Tafoukt Beach Resort hótelið býður upp á þægilegt andrúmsloft og ýmis konar afþreyingu. Hótelið er rétt við ströndina og eru öll herbergin með útsýni út á ströndina eða laugina.  Hægt er að slaka á á pallinum við útisundlaugina, í heilsulindinni eða á ströndinni þar sem afgirt svæði er í boði fyrir gesti hótelsins. Öll herbergin eru með loftkælingu og flatskjá.  Á baðherbergjum eru snyrtivörur í boði hótelsins.

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, tveir barir, næturklúbbur, snyrtistofa, þvottaþjónusta og frí nettenging.

Veitingastaðirnir Café del Mar og Muso bjóða upp á bæði sígilda marokkóska matargerð sem og alþjóðlega rétti svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Morgunverðarhlaðborð er í boði alla morgna.
 

 

Upplýsingar

C98W+J88, Boulevard du 20 Aout, Agadir 80000, Marokko

Kort