Glæsilegt hótel á verði sem kemur skemmtilega á óvart. Frábær kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig.
VISTARVERUR
Herbergin eru rúmgóð og ríkulega búin með hjónarúmi, loftkælingu, gervihnattasjónvarpi, síma, smábar og öryggishólfi. Auk þess eru hárþurrka og baðsloppar á baðherbergi og húsgögn á svölum.
AÐSTAÐA
H-10 er með tvo stóra og glæsilega garða með tveimur sundlaugum, barnalaug, sundlaugarbar og veitingastað við sundlaugina. Heilsulindin er stór og glæsileg, þar er hægt að panta nudd ofl. gegn gjaldi Öll aðstaða fyrir börn sem og fullorðna; skipulögð skemmtidagskrá daglega. Ýmislegt við að vera svo sem tennis, borðtennis, snóker, pílukast og risaskákborð. Í stóru anddyrinu er þráðlaust internet gegn gjaldi. Einnig er hægt að komast í nettengdar tölvur gegn gjaldi.
VEITINGASTAÐIR
Á Tamadaba er morgun-, hádegis- og kvöldverðarhlaðborð. Á Gaudí eru a la carte réttir, en auk þess er hægt að fá snarl og létta rétti við sundlaugina. Í anddyrinu er píanóbar þar sem gjarnan er leikin lifandi tónlist á kvöldin, en auk þess eru barir við báðar sundlaugarnar. Hálft fæði innifalið. Hægt er að panta sjávarsýn gegn aukagjaldi. Um jól og áramót er gala kvöldverðaboð á vegum hótelsins innifalið í verði.
STAÐSETNING
Aðeins eru um 50 metrar frá hótelgarðinum á ströndina, og er golfvöllurinn Meloneras Golf við hlið hótelsins. Stutt er að ganga niður að vitnum Faro Meloneras og þar má finna mikið úrval verslana og veitingastað.
Upplýsingar
C. Mar Caspio, 5, Urb. Las Meloneras, 35100 San Bartolomé de Tirajana, Gran Canaria
Kort