Hotel Anna Maria er 3ja stjörnu gisting staðsett 40 metra frá ströndinni, miðsvæðis í Platanias þorpinu, nálægt veitinga- og kaffihúsum.
Á hótelinu er sundlaug með sólarbekkjum og íbúðir hótelsins eru með útsýni yfir sundlaugina.
GISTING
Íbúðir og studíó eru með svölum eða verönd, sundlaugarsýn, sjónvarpi, eldhúskrók með ísskáp, eldavél og loftkælingu. Wi-fi er á herbergjum en getur verið mjög hægt á álagstímum.
STAÐSETNING
Staðsetning hótelsins er mjög góð. Hótelið er í um 24 km. fjarlægð frá Chania International Airport. Strætó stoppar um 100 m frá hótel Anna Maria.
Hótelið er miðsvæðis með auðvelt aðgengi að veitingahúsum og kaffihúsum.
ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.
Upplýsingar
Platanias Chania 73014 Greece
Kort