Playa Blanca

Hótelið Tacande Bocayna Village Feel & Relax er gott 4 stjörnu hótel staðsett sunnarlega á Playa Blanca, með útsýni  yfir Fuerteventura og Los Lobos eyjarnar. Á hótelinu er góð sundlaug ásamt sólbaðsaðstöðu, og sundlaugarbar. Fallegar strendur og verslanir eru í göngufæri við hótelið. Hver íbúð hefur eigin verönd þar sem gestir geta setið og notið næðis í sólinni. 

 

Gisting:

Íbúðirnar er rúmgóðar með stofu og verönd.  Búin helstu þægindum svo sem loftkælingu, sjónvarpi, síma og öryggishólfi. Baðherbergið er vel búið með baðkari og sturtu ásamt hárþurrku.

 

Aðstaða – Afþreying:

Glæsileg sundlaug er á hótelinu ásamt sundlaugabar. Einnig er góð sólbaðsaðstaða þar sem gestir geta legið við bakkann og sleikt sólina með drykk í hönd. Á Tacande Bocayna er líkamsræktaraðstaða, sána og heitur pottur. Hægt er að panta tíma í nudd og fegurðarmeðferðir. Annar bar er inni á hótelinu þar sem hægt er að

 

Veitingar:

Á hótelinu er veitingastaðurinn Restaurante La Bocayna sem bíður upp á fjölbreytt hlaðborð og Á La Carte.

 

Staðsetning:

Hótelið er vel staðsett sunnarlega á eyjunni og  í stuttu göngufæri við strendur t.d.  Playa de las Coloradas er í 550 metra göngufæri og Playas de Papagayo er í 15 mínútna göngufæri.  Plaza þar sem finna má verslanir og veitingastaði er í 700 metra fjarlægð. Lanzarote airport  - flugvöllurinn er í ca 21 km fjarlægð. 

 

Aðbúnaður:

Loftkæling

Verönd

Baðkar

Sturta

Hárþurrka

Sjónvarp

Sími

Öryggishólf

Útisundlaug

Sólbaðsaðstaða

Sundlaugabar

Bar

hlaðborðsveitingastaður

Heilsulind

Sána

Heitur pottur

Líkamsræktaraðstaða

Billiard borð

Nudd

Stutt niður á strönd

Frítt internet

Ísskápur

Upplýsingar

Urbanización Las Coloradas, 35570 Playa Blanca, Lanzarote Spánn

Kort