Puerto del Carmen

THB Flora er smekklegt 3 stjörnu fjölskylduhótel staðsett á Puerto del Carmen. Hótelið er í stuttu göngufæri frá miðbænum og næstu strönd. Einnig er stutt í næstu golfvelli. Frábært hótel fyrir alla fjölskylduna.  

Gisting:

Íbúðirnar eru smekklega hannaðar og eru vel búnar öllum helstu þæginum. Eldhús er í öllum íbúðum og er búið ísskáp, örbylgjuofni, eldavél, kaffivél og katli. Boðið er uppá loftkælingu og frítt Wifi. Sjónvarp og öryggishólf eru í hverri íbúð og eru svalir eða verönd einnig í öllum týpum íbúða. Fullbúin baðherbergi með sturtu, hárþurrku og handklæðum. Junior Svíturnar eru ekki með eldhúsi.

Aðstaða – Afþreying:

2 frábærar sundlaugar eru á hótelinu með sundlaugargarði og barnaklúbbi fyrir börnin. Einnig er veitingastaður, bar, matvöruverslun, líkamsrækt og sána aðgengileg öllum gestum og hægt er að bóka nudd gegn gjaldi. 2 golfvellir eru á Puerto del Carmen og hefur THB Flora aðgang að þeim báðum. Skemtidagskrá er í boði fyrir börn og fullorðna svo THB Flora er fullkomið hótel fyrir alla fjölskylduna.

Veitingar:

Á Hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar og sundlaugarbar. Einnig er matvörubúð í byggingunni. Kaffihús og veitingastaðir eru í stuttu göngufæri.

Staðsetning:

THB Flora er staðsett á Puerto del Carmen, 500 m frá miðbænum, 800 m fjarlægð frá stönd og 10 km frá flugvellinum. Stutt frá báðum golfvöllum Puerto del Carmen.

Aðbúnaður:

Loftkæling er í boði

Verönd/svalir

Sturta

Hárþurrka

Sjónvarp

Útisundlaugar

Sólbaðsaðstaða

Sundlaugagarður

Bar

Hlaðborðsveitingastaður

Sána

Líkamsræktaraðstaða

Frítt Wifi

Ísskápur

Barnaklúbbur

Matvöruverslun

Heilsulind

Skemmtidagskrá

 

Upplýsingar

Reina Sofía, 25 35510, Puerto del Carmen Lanzarote

Kort