Puerto del Carmen

HIPOTELS La Geria er 4 stjörnu hótel staðsett á Puerto del Carmen, Lanzarode. Gististaðurinn er við Playa de los Pocillos strönd og er umkringdur görðum.. Á hótelinu er sundlaug og góð sólbaðsaðstaða. Smekklegt og notalegt hótel sem hentar fyrir alla fjölskylduna.

 

Gisting:

Herbergin eru smekklega hönnuð, öll með svölum eða verönd. Herbergin eru útbúin helstu þægindum eins og Wifi, sjónvarpi, öryggishólfi og loftkælingu. Baðherbergin hafa baðkar, sturtu og hárþurrku.  

 

Aðstaða – Afþreying:

Á La Geria er sundlaug með sundlaugarbar og góðri sólbaðsaðstöðu. Einnig er bar og hlaðborðsveitingastaður á hótelinu. Gestir hafa aðgang að líkamsrækt, sánu og minigolfi, einnig tennis gegn gjaldi. Leikvöllur og skemmtanadagskrá fyrir börn. Skemmtanadagskrá fyrir fullorðina er á kvöldin.

 

Veitingar:

Hlaðborðsveitingastaður býður gestum upp á fjölbreytta rétti, frá kanarískum local veitingum, til ítalskrar og japanskrar matargerðar. Á sundlaugarbarnum er hægt að fá léttar veitingar.

 

Staðsetning:

Hótelið er vel staðsett við við Playa de los Pocillos strönd, einnig er stutt í aðrar strendur eyjunnar. Göngufæri er í aðra veitingastaði og bari og eingöngu 3 km í Lanzarote flugvöll.

 

Aðbúnaður:

Loftkæling

Sturta/baðkar

Hárþurrka

Sjónvarp

Útisundlaug

Sundlaugarbar

Sólbaðsaðstaða

Bar

Hlaðborðsveitingastaður

Líkamsrækt

Frítt Wifi

Hlaðborðsveitingastaður

Öryggishólf

Sána

Skemmtanadagskrá

Upplýsingar

Jupiter, 5 Puerto del Carmen Lanzarote

Kort