Costa Teguise

Beatriz Costa & Spa er frábært 4 stjörnu hótel staðsett í Costa Teguise, Lanzarote og er hótelið umvafið fallegu umhverfi þar sem finna má garða, fossa og stöðuvötn. Á hótelinu eru 3 sundlaugar og heilsulind sem veitir öllum gestur slökun í sólinni.

Gisting:

Herbergin eru rúmgóð hafa flest verönd eða svalir. Þau eru búin hellstu þægindum m.a. Wifi, loftkælingu, síma, sjónvarpi, ísskáp og sturtu/ baðkari. Hárþurrka er á öllum baðherbergjum.

Aðstaða – Afþreying:

3 Sundlaugar með sólbaðsaðstöðu, heilsulind og minigolf. Hægt er að leigja hjól á hótelinu. Það er krakkaklúbbur og leikherbergi sem og leiksvæði. Á gististaðnum er tennisvöllur og líkamsrækt. Skemmtanadagskrá er á kvöldin.  Næstu strendur eru Los Charcos 1.2 km., Las Cucharas 1.3 km. og Playa del Jablillo 2 km.

Veitingar:

3 Veitingastaðir eru innan hótelsins, hlaðborðsveitingastaður sem bíður uppá morgun og kvöldverð. Veitingastaðu með kvöld tileinkuð matargerð víðsvegar úr heiminum fyrir gesti. Síðast en ekki síst er Veitingastaður við sundlaugina með léttari máltíðir. Einnig eru 2 barir.

Staðsetning

Staðsett í Costa Teguise, kílómeters fjarlægð er í bari og veitingastaði nálægt. 1,2 km í næstu strönd og 14 km í Lanzarote flugvöll. Frá Costa Teguise til Playa Blanca eru ca 43 km.

Aðbúnaður:

Sturta/baðkar

Hárþurrka

Sjónvarp

Útisundlaug

barnasundlaug

Bar

Hlaðborðsveitingastaður

Veitingastaðir

Hjólaleiga

Heilsulind

tennisvöllur

Minigolf

Krakkaklúbbur

Skemmtanadagskrá

Leikvöllur

Svalir/verönd

Bar

Upplýsingar

Calle Atalaya, 3 35508 Costa Teguise Lanzarote

Kort