Playa Blanca

Mirador Papagayo er huggulegt 4 stjörnu hótel staðsett á Playa Blanca, Lanzarote. Hótelið hefur 3 sundlaugar og góða sólbaðsaðstöðu fyrir gesti sína. Hótelið er vel staðsett í stuttu göngufæri frá Playa de las Coloradas strönd og í 500 m fjarlægð frá veitingastöðum og börum eyjunnar. Frábært hótel fyrir alla fjölskylduna.

Gisting:

Herbergin eru rúmgóð og eru búin sjónvarpi, loftkælingu og katli. Sum herbergi hafa svalir/verönd. Baðherbergin eru öll búin hárþurrku og hafa sturtu/baðkar.

Aðstaða – Afþreying:

Hótelið hefur 3 sundlaugar, ein þeirra er barnalaug. Gestir geta notið líkamsræktar auk heilsulindar með heitum potti, sánu og tyrknesku baði gegn gjaldi. Einnig er tennisvöllur, skvass völlur og billiardborð sem hægt er að nota gegn gjaldi. Á kvöldin er boðið uppá skemmtun og lifandi tónlist fyrir alla fjölskylduna. Barnaklúbbur er á hótelinu.

Veitingar:

Mirador Papagayo hefur hlaðborðsveitingastað með góðu úrvali, auk barnvænna rétta. Hótelið hefur 2 bari, annar þeirra er sundlaugarbar.

Staðsetning

Gististaðurinn er vel staðsettur í 200 m fjarlægð frá Playa de las Coloradas strönd, 550 m frá veitingastöðum og börum eyjunnar, 22 km frá Lanzarote flugvelli og 17 km frá Timafaya þjóðgarði.

 

Aðbúnaður:

Sturta/baðkar

Sjónvarp

Útisundlaugar

Sólbaðsaðstaða

Sundlaugarbar

Bar

Hlaðborðsveitingastaður

Barnalaug

Barnaklúbbur

Hárþurrka

Heilsulind

Heitur pottur

Tyrkneskt bað

Sána

Líkamsrækt

Tennisvöllur

Skvass völlur

Upplýsingar

Urbanización San Marcial del Rubicón, 35570 Playa Blanca, Spánn

Kort