Barcelo Lanzarote er smekklegt 4 stjörnu hótel á Costa Teguise, Lanzarote. Hótelið er ætlað íþrótta áhugamönnum en einnig fjölskyldum, pörum og hverjum sem vill slappa af á glæsilegum gististað. 1 km í næstu strönd og 13 km í flugvöll.
Gisting:
Herbergin hafa öll svalir, hraðsuðuketil, sjónvarp og loftkælingu. Frítt wifi er á öllum herbergjum sem og hárþurrka og sturta. Einnig er sími á öllum herbergjum.
Aðstaða – Afþreying:
Hótelið býður upp á glæsilega íþróttaaðstöðu, bæði í sundi og líkamsrækt. 4 sundlaugar eru á hótelinu, ein þeirra ólympísk sundlaug. Líkamsræktin er frábær og er í stóru rými, aðstaða er fyrir íþróttafólk í ýmsum greinum að þjálfa sig sem og fjölbreytt tæki til afnota. Einnig eru hópatímar m.a. að hætti Les Mills.
Á hótelinu er heilsulind, krakkaklúbbur, leikherbergi og skemmtanadagskrá í boði fyrir alla fjölskylduna.
Veitingar:
4 veitingastaðir eru á hótelinu, þar af er 2 hlaðborðsveitingastaði. KOI Restaurant hefur asíska matargerð og La Dolce Vita Restaurant ítalska rétti. Hótelið hefur 3 bari innan hótelsins, einnig eru 2 sundlaugarbarir og 1 heilsubar.
Staðsetning:
Hótelið er í eingöngu 300 m fjarlægð frá strönd og 30 min akstur frá flugvelli. 4 km í Costa Teguise golfvöll.
Aðbúnaður:
Sturta
Sjónvarp
Útisundlaug
Sólbaðsaðstaða
Hlaðborðsveitingastaður
Hárþurrka
Heilsulind
Líkamsrækt
Veitingastaðir
Skemmtidagskrá
Leikjaherbergi
Krakkaklúbbur
Ólympísk sundlaug
Hópatímar
Sími
Ókeypis wifi
Hjólaleiga
Upplýsingar
Avda del Mar n 6, 35508 Costa Teguise, Spánn
Kort