Playa Blanca

Iberostar Selection Lanzarote er glæsilegt 5 stjörnu hótel á Playa Blanca, Lanzarote. Hótelið er staðsett aðeins 50 metrum frá Flamingo ströndinni og hefur stórbrotið útsýni yfir hafið. Árið 2022 var Iberostar Selection Lanzarote valið besta hótel Spánar þar sem allt er innifalið samkvæmt Tripadvisor. Á hótelinu eru fjórar sundlaugar fyrir fullorðna og þrjár fyrir börn með rennibrautum og skemmtun. Tveir veitingastaðir og fimm barir, heilsulind og líkamsræktarstöð. Frábær krakkaklúbbur er á hótelinu með skemmtilegri dagskrá alla daga. Timanfaya-þjóðgarðurinn er í innan við 30 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu og Papagayo-strendurnar eru í aðeins 15 mínútna fjarlægð.

 

Gisting:

Herbergin eru vel búin helstu þægindum m.a. sjónvarpi, síma, öryggishólfi, loftkælingu og svölum eða verönd. Þráðlaust net er á öllu hótelinu og háhraða net er í boði gegn auka gjaldi. Einnig er ketill, kaffivél og minibar á öllum herbergjum. Sturta er á öllum herbergjum. Fyrir enn betri upplifun og persónulegri þjónustu er hægt að velja Prestige herbergi sem eru staðsett á bestu svæðum hótelsins. Þjónustan felur í sér aðgang að sérsvæðum hótelsins líkt og efstu hæðinni, slökunarherbergjum í heilsulind, veitingastað fyrir aðeins fullorðna og fleira. Athugið að Prestige herbergin eru aðeins fyrir fullorðna.

 

Aðstaða – Afþreying:

Á hótelinu eru fjórar sundlaugar fyrir fullorðna og þrjár fyrir börn með rennibrautum og skemmtun. Tveir veitingastaðir og fimm barir, heilsulind og líkamsræktarstöð. Frábær krakkaklúbbur er á hótelinu með skemmtilegri dagskrá alla daga. Timanfaya-þjóðgarðurinn er í innan við 30 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu og Papagayo-strendurnar eru í aðeins 15 mínútna fjarlægð.

 

Veitingar:

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir og 5 barir, þar á meðal matarbíll (e. food truck) og sportbar til að koma til móts við mismunandi þarfir.

 

Börnin

Þrjár sundlaugar fyrir börn með rennibrautum og skemmtun. Frábær krakkaklúbbur er á hótelinu með skemmtilegri dagskrá alla daga. Mini-Disco, leikherbergi, rennibrautir og fleira.

 

Staðsetning

Hótelið er staðsett aðeins 50 metrum frá Flamingo ströndinni. Timanfaya-þjóðgarðurinn er í innan við 30 mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu og Papagayo-strendurnar eru í aðeins 15 mínútna fjarlægð.

 

Aðbúnaður:

Sturta

Hárþurrka

Sjónvarp

Útisundlaug

barnasundlaug

Veitingastaður

Svalir/verönd

Líkamsrækt

Loftkæling

Öryggishólf

Minibar

Wifi

Heilsulind

Krakkaklúbbur

Heilsulind

Upplýsingar

Kort