Kolymbari

Á fallegu ströndinni í Kolymbari, 20 km frá borginni Chania, liggur Grand Bay Beach Resort. Hótelið er staðsett í aðeins 20 m fjarlægð frá Rapaniana ströndinni. Góð sundlaug og sólbaðsaðstaða býður gestum slökun á Krít. Aðeins fyrir 18 ára og eldri.

 

Gisting: 

 

íbúðirnar hafa öll hellstu þægindi, m.a. sjónvarp, síma, ókeypis wifi og loftkælingu. Einngi hafa þær eldhúskrók og ísskáp. Öll baðherbergin hafa sturtu eða baðkar og hárþurrku.

 

Aðstaða-Afþreying:

 

Á hótelinu er líkamsrækt og heilsulind með aðgang að sánu. 2 sundlaugar eru með góða sólbaðsaðstöðu. Einnig er leikjaherbergi og skemmtidagskrá gegn gjaldi.

 

Veitingar: 

 

Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu, auk 2 a la carte veitingastaða. Allir bjóða þeir uppá gríska matargerð og fjölbreytta rétti.

 

Staðsetning:

 

Hótelið er vel staðsett í 20 m fjarlægð frá strönd. 150 m í veitingastaði og bari í grend við gististaðinn, 22 km frá flugvelli.

 

Aðbúnaður:

 

Sturta/baðkar

Sundlaugar

Líkamsrækt

Heilsulind

Loftkæling

Wifi

Hlaðborðsveitingastaður

Veitingastaðir

Ísskápur

Eldhúskrókur

Svalir/verönd

Upplýsingar

Kolymbari 73006 Chania Krít

Kort