Atlas Les Dunes Dor er gott 4 stjörnu hótel staðsett á Agadir, Marrokkó. Hótelið er vel staðsett í aðeins 500 m fjarlægð frá miðbæ Agadir. Gististaðurinn hefur góðar sundlaugar í garði þess með sólbaðsaðstöðu umkringda gróðri og fegurð. Fjölskylduvænn gististaður.
Gistiskattur er euro 1.76 pr mann pr nótt og greiðist beint til hótels.
Gisting:
Herbergin eru litrík og góð og hafa hellstu þægindi, m.a. sjónvarp, síma, öryggishólf, ókeypis wifi og loftkælingu. Einnig hafa öll baðherbergin sturtu/baðkar og hárþurrku.
Aðstaða-Afþreying:
Á hótelinu er góð sundlaug með rennibraut, sundlaugarbar og góðri sólbaðsaðstöðu. Krakkaklúbbur, leikvöllur og leikherbergi er fyrir börnin. Ókeypis wifi er á öllu hótelinu fyrir gesti. Skemmtidagskrá er á kvöldin.
Veitingar:
Hlaðborðsveitingastaður með a la carte matseðli er innan hótelsins með Marrokóska og ítalska matargerð, einnig er bar.
Staðsetning:
Hótelið er vel staðsett 500 m frá miðbæ Agadir, veitingastaðir og barir utan hótelsins eru í aðeins 250 m fjarlægð og 26 km í flugvöll.
Aðbúnaður:
Sturta/baðkar
Sundlaug
Bar
Loftkæling
Ókeypis wifi
Sjónvarp
Sími
Hlaðborðsveitingastaður
Leikvöllur
Skemmtildagskrá
Sundlaugarrennubraut
Krakkaklúbbur
Upplýsingar
Secteur Balnéaire, 90000 Agadir, Marokkó
Kort