Agadir

Royal Decameron Tafoukt Beach resort er vel hannað 4 stjörnu hótel staðsett á Agadir, Marrokkó. Hótelið er staðsett í aðeins 200 m fjarlægð frá Agadir strönd og hefur einkaströnd fyrir gesti sína. Á gististaðnum eru 2 sundlaugar og góð sólbaðsaðstöða. Frábær kostur í Agadir.

Gistiskattur er euro 1.76 pr mann pr nótt og greiðist beint til hótels

 

Gisting: 

 

Herbergin hafa hellstu þægindi, m.a. sjónvarp, ókeypis wifi og loftkælingu. Einnig hafa öll baðherbergin sturtu eða baðkar.

 

Aðstaða-Afþreying:

 

Á hótelinu eru 2 sundlaugar sólbaðsaðstöðu, einnig er einkaströnd fyrir gesti. Ókeypis wifi er á öllu hótelinu fyrir gesti. Líkamsrækt er á hótelinu. Fyrir börnin er leikvöllur og barnalaug. Skemmtidagskrá er á kvöldin. 

 

Veitingar: 

 

2 veitingastaðir eru á hótelinu, annar þeirra hlaðborðsveitingatsaður og hinn með a la carte matseðil. Báðir bjóða upp á alþjóðarétti.

 

Staðsetning:

 

Hótelið er staðsett í 200 m fjarlægð frá Agadir strönd, veitingastaðir og barir utan hótelsins eru í 150 m fjarlægð og 21 km í flugvöll. Medina Polizzi er í 4.2 km fjarlægð.

 

Aðbúnaður:

 

Sturta/baðkar

Sundlaugar

Loftkæling

Ókeypis wifi

Sjónvarp

Leikvöllur

Skemmtidagskrá

Hlaðborðsveitingastaður

Veitingastaður

Einkaströnd

Bar

Barnalaug

Líkamsrækt

Upplýsingar

Kort