Lanzarote

SHB Royal Moinca er notalegt 3 stjörnu hótel staðsett í aðeins 150 m fjarlægð frá Montana Roja strönd. Hótelið hefur sundlaug og sólbaðsaðstöðu í garði sínum. Góður kostur fyrir fjölskyldur á Lanzarote. 

 

Gisting: 

 

Herbergin eru rúmgóð og hafa hellstu þægindi, m.a. wifi (gegn gjaldi), sjónvarp, síma og loftkælingu. Einnig hafa öll baðherbergin baðkar og hárþurrku. 

 

Aðstaða-Afþreying:

 

Hótelið hefur góða aðstöðu í garði sínum, sundlaug og sólbaðsaðstöðu. Einnig hafa gestir aðgang að heitum potti, hammam baði, heilsulind og líkamsrækt. Krakkaklúbbur er á gististaðnum sem og leikvöllur og leikherbergi fyrir börnin. Hægt er að fara í pílukast, borðtennis eða tennis á velli hótelsins.

 

Veitingar: 

Veitingastaður er á hótelinu og hefur hann alþjóðlega rétti. 

 

Staðsetning:

 

Hótelið er vel staðsett í aðeisn 150 m fjarlægð frá strönd, veitingastaðir og barir utan hótelsins eru í aðeins 400 m fjarlægð og 27 km í flugvöll. 

 

Aðbúnaður:

 

Baðkar

Sundlaug

Loftkæling

Wifi (gegn gjaldi)

Stutt frá strönd

Heitur pottur

Hammam bað

Líkamsrækt

Krakkaklúbbur

Leikvöllur

Leikjaherbergi

Tennisvöllur

Veitingastaður

Heilsulind

Upplýsingar

C. Irlanda, 1, 35570 Playa Blanca, Las Palmas, Spánn

Kort