Puerto de la Cruz

Er gott 4 stjörnu hótel staðsett í um 5 mínútna göngufjarlægð frá miðbæ Puerto de la Cruz, á norðurhluta eyjunnar. 

 

Gisting:

Herbergin eru snyrtileg, með nútímalegar innréttingar og loftkælingu. Á herbergjum er gervihnattasjónvarp og einnig öryggishólf og minibar gegn aukagjaldi. Öll baðherbergi eru með sturtu eða baðkari og hárþurrku. 

 

Aðstaða og afþreying:

Á hótelinu eru 2 útisundlaugar, þar af ein upphituð og ein barnalaug. Hótelið býður einnig upp á ókeypis skutlþjónustu til Marianez verslunarmiðstöðvarinnar (í boði frá mánudegi til föstudags og á laugardagsmorgni).

 

Veitingar:

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður og bar þar sem er lifandi skemmtun og tónlist. Einnig er sundlaugabar á hótelinu.

 

Staðsetning:

Staðsett í um 30 mínútna keyrslu frá Santa Cruz flugvellinum og í um 350m fjarlægð frá Playa Martianez ströndinni. 

 

Aðbúnaður:

Sturta/baðkar

Sjónvarp

Wifi

Loftkæling

Bar

Hlaðborðsveitingastaður

Skemmtidagskrá

Sundlaug

Stutt frá strönd

 

Athugið að fararstjórar Tenerife eru staðsettir á suðurhluta eyjunnar en hægt er að ná í fararstjóra í þjónustusíma frá 09-17 og neyðarsíma allan sólarhringinn.

Upplýsingar

Calz. Martiánez, 17, 38400 Puerto de la Cruz,

Kort