Puerto de Mogan

Hotel Cordial Mogán Playa er glæsilegt 4ra stjörnu hótel, með fallegum garði, útisundlaug og sólbekkjum, í hjarta Puerto de Mogán.  Puerto de Mogán, einnig þekkt undir nafninu litlu Feneyjar, er lítill bær í 25 mínútna fjarlægð frá Ensku ströndinni. Bærinn, sem er þekktur fyrir besta veðrið á Kanaríeyjum, er byggður upp út frá höfninni sem er umkringd litlum litríkum húsum sem eru ekki hærri en þriggja hæða, með fallegum görðum með miklu blómalífi. Fallegur garður með útisundlaug og sólbekkjum. Að okkar mati er þetta eitt besta hótel á suðurvesturhluta eyjunnar. Athugið að rútuferðir á þetta hótel til og frá flugvelli eru ekki í boði. Athugið að framkvæmdir standa yfir á lóðinni við hliðina á hótelinu og gæti það valdið ónæði yfir daginn en ekki á kvöldin eða næturnar.

GISTING 

Rúmgóð, hlýleg herbergi með svölum eða verönd, vel búin með sjónvarpi, síma, öryggishólfi(gegn gjaldi) og skrifborði. Baðherbergi með baðkari eða sturtu og hárþurrku. Frítt, þráðlaust internet. 
Einnig er hægt að velja Junior svítu sem er stærri og með aðskildu svefnrými og stofu.

AÐSTAÐA 

Mjög fallegur garður, sem er í raun heill heimur út af fyrir sig, með tveimur sundlaugum sem eru upphitaðar yfir vetrarmánuðina. Gerviströnd er í miðjum garðinum þar sem gestir geta sólað sig umkringdir hitabeltisgróðri, undir glerþaki á nokkrum hæðum,og þar sem hægt er að  fá sér kaffi, drykki og snarl. Á hótelinu er líkamsrækt sem gestir geta sótt, sér að kostnaðarlausu. Heilsulind er á hótelinu þar sem hægt er að fara í nudd eða hinar ýmsu meðferðir(gegn gjaldi). Frítt internet á öllu hótelinu. 

AFÞREYING

Gestir geta spilað tennis á tennisvelli hótelsins(gegn gjaldi). 

VEITINGAR

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, annar er hlaðborðsveitingastaður sem framreiðir morgun- og kvöldverð en hinn veitingastaðurinn er "Los Guyares" og hefur hann hlotið Michelin stjörnu, en pannta þarf borð þar fyrirfram. Einnig snarlbar og bar á staðnum.
 

FYRIR BÖRNIN 

Gott hótel fyrir smáfólkið. Í garðinum er barnalaug, leikvöllur og á inni fyrir er leikjaherbergi. Krakkaklúbbur er starfandi fyrir 4-12 ára. 

STAÐSETNING 

Cordial Mogán Playa er staðsett í hjarta litríka smábæjarins Puerto de Mogán, einungis 5-10 mínútur frá ströndinni og höfninni. Hafnarsvæðið er mjög skemmtilegt svæði þar sem ótal veitingahúsa og kaffihúsa er að finna þar sem hægt er að snæða með dásamlegt útsýni yfir smábátahöfnina og hafið. Við hliðina á höfninni er lítil strönd þar sem tilvalið er að leigja sólbekki og eyða góðum tíma á ströndinni. 

Puerto de Mogán er mjög fallegur strandbær á suð-vestur hluta eyjunnar. Þetta svæði einkennist af rólegu en mjög fallegu umhverfi og er frábært fyrir fólk sem er að leita sér að hvíld og fögru umhverfi við höfnina. Hér er bara slökun og að njóta lífsins. Góð strönd er við Puerto de Mogán með veitingastöðum og verslunum.

AÐBÚNAÐUR Á CORDIAL MOGÁN PLAYA 

Veitingastaðir

Útisundlaug 

Barnalaug 

Gerviströnd 

Sólbekkir 

Handklæði 

Leikvöllur 

Barnaklúbbur 

Skemmtidagskrá 

Frítt internet 

Leikjaherbergi 

Tennisvöllur 

Hjólaleiga

Heilsulind 

Innilaug 

Nuddpottur 

Hamam(gufubað) 

Nudd 

Fótabað

Sólarhringsmóttaka 

Herbergisþrif 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
Athugið að rútuferðir til og frá flugvelli eru ekki í boði á þetta hótel

Upplýsingar

Avda. de los Marrero, 2, 35138 Playa de Mogán, Gran Canaria Spain

Kort