Playa Blanca

Princesa Yaiza er stórkostlegt 5 stjörnu lúxushótel á Playa Blanca.. Hótelið er einstaklega vel staðsett við fallega strönd með útsýni yfir fagurblátt hafið og í 10 mínútna göngufæri við Puerto Marina Rubicón. Aðstaða fyrir börn er mjög góð og skemmtilegur krakkaklúbbur er á hótelinu. Fjöldi bara og veitingastaða þjóna gestum langt fram á kvöld og skemmtidagskráin er fjölbreytt .  Þann 5. ágúst 2023 verður glæsilegur Gala kvölverður fyrir fjölskyldur og sýning.  Gala kvöldverðurinn og sýning - 5.ágúst 2023 er innifalin í verði fyrir gesti með hálft fæði.

GISTING

Herbergin eru vel útbúin með stofu ásamt svölum. Herbergin eru sérlega vel búin með sófum, sjónvarpi, minibar, örbylgjuofni, hraðsuðukatli, öryggishólf ( aukagjald) og loftkæling. Baðherbergin eru mjög rúmgóð og bjóða upp á allt sem 5 stjörnu lúxushóteli fylgir - þar með talið sloppa og inniskó. 

Relax Herbergi

Gestir Relax herbergja hafa daglega aðgang að glæsilegum a la carte morgunverði, heilsulind hótelsins og ilmmeðferð.

Royal Kiko Svíta

Royal Kiko svítan hefur barnaherbergi með 3 rúmum og frír minibar með snarl fyrir börnin. Einnig fylgir stök 2 tíma barnapössum.

Presidential Svíta

Gestir Presidential svítunnar fá daglega ávaxtakörfur, osta, vín og belgískt súkkulaði á herbergið, auk daglegs aðgangs að heilsulind hótelsins. Svítan hefur persónulegan aðstoðarmann yrir dvölina. DVD spilari og Playstation 4 eru á svítunni.

 

AÐSTAÐA

Princesa Yaiza er sérlega barnvænt lúxushótel. Barnaland hótelsins, Kikoland, er glæsilegur leikjagarður með aðstöðu og leiktækjum sem eru sérsniðin fyrir hvern aldurshóp. Barnagæsla er í boði. Á kvöldin er síðan boðið uppá fjölbreyttra og vandaða skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna. Fyrir þá sem vilja hreyfa sig er frábær líkamsrækt og íþróttaaðstaða með tennisvöllum, fótbolta-, körfubolta- og skvassvöllum. Á hótelinu eru 6 útisundlaugar, Spa og Thalasso heilsulind  þar sem í boði eru ýmsar meðferðir (aukagjald) og heitum pottur.  Verslunarmiðstöð er á hótelinu sem selur helstu lúxusmerki. 

VEITINGAR

Á hótelinu eru fimm aðal veitingastaðir - japanskur, ítalskur, spænskur, alþjóðlegur og mexíkóskur, ásamt fjölmörgum fingurfæðisbörum og glæsilegri veitingaaðstöðu við sundlaugina. Morgunverðurinn einn og sér er frábær upplifun, með sælkerafæði í fögru útsýni með frábærri þjónustu. Í göngufæri eru fjölmargir veitingastaðir meðfram standlengjunni og hjarta bæjarins í Playa Blanca.

STAÐSETNING

Hótelið er einstaklega vel staðsett við fallega strönd með útsýni yfir fagurblátt hafið og eyjuna Fuerteventura. Hótelið er 23km frá flugvellinum, 300m frá Playa Dorada ströndinni og 800m frá Playa Blanca ströndinni.

AÐBÚNAÐUR

Innisundlaug

Útisundlaugar

Barnasundlaug

Nuddpottar

Heilsulind

Nudd

Einkaströnd

9 veitingastaðir

Nokkrir barir

Loftkæling

Sólbaðsaðstaða

Likamsrækt

Kaffihús

Bílastæði

Tennisvöllur

Fótboltavöllur

Krakkaklúbbur

Barnapössun

Þráðlaust net

Verslunarmiðstöð

Skemmtun fyrir börn og fullorðna

Leikvöllur

 

Upplýsingar

Avda. Papagayo, s/n - 35570 Playa Blanca Yaiza - Lanzarote - Spánn

Kort