Enska ströndin

Hótel Abora Catarina áður Hótel IFA Catarina vel staðsett 4ra stjörnu hótel á Ensku ströndinni, neðarlega á hinni vinsælu Tirajana götu. Einstaklega fallegur garður með hitabeltisgróðri, tvær sundlaugar ásamt barnalaug, skemmtidagskrá, afslappandi og þægilegt andrúmsloft. Góður kostur fyrir fjölskylduna. 

GISTING

Herbergin eru rúmgóð vel búin með nýtískulegum húsgögnum, öll með baði, síma, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi), mini-bar (gegn gjaldi) og hárþurrku. Á svölum/verönd eru húsgögn. Hægt er að greiða aukalega og fá herbergi með garðsýni. 

AÐSTAÐA

Á hótelinu er stór og rúmgóður garður með fallegum hitabeltisgróðri, tvær sundlaugar eru og ein barnalaug, heitir pottar fyrir fullorðna og einn fyrir börn, tveir sundlaugarbarir og góð sólbaðsaðstaða í garðinum. Stutt er í alla þjónustu, 2-3 mín gangur í matvörumarkað og veitingastaðir allt um kring. Um 900 m eru á strönd og býður hótelið uppá fríar rútuferðir á ströndina.

AFÞREYING

Ýmiss afþreying er boði og má þar nefna tvo tennisvelli (gegn gjaldi), líkamsrækt, borðtennis, billjarðborð (gegn gjaldi), og netkaffi (gegn gjaldi). Tveir golfvellir eru í innan við 3 km frá hótelinu, Maspalomas golf og Meloneras golf.

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, einn hlaðborðsstaður og hinn hefðbundinn, einnig eru þrír barir og tveir sundlaugarbarir.

FYRIR BÖRNIN

Mjög góð aðstaða fyrir börn, barnalaug með rennibraut, nuddpottur, úti leiksvæði og margt fleira. Á hótelinu er barnaklúbbur fyrir hressa krakka. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett miðsvæðis á Ensku ströndinni, neðarlega á hinni vinsælu Tirajana götu.

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL ABORA CATARINA 

Tvíbýli 

Baðherbergi

Sjónvarp 

Útisundlaug 

Barnalaug 

Sólbaðsaðstaða 

Bar 

Veitingastaður 

Leikvöllur 

Barnaklúbbur 

Nektarverönd 

Snarlbar

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið ártíðarbundin.

Upplýsingar

Avda. de Tirajana 1 35100 Playa Del Ingles

Kort