Chania

Hotel Kriti 3 stjörnu hótel í Chania. Kriti Hotel er staðsett á milli gamla bæjarins í Chania og feneysku hafnarinnar. Fullkomið fyrir þá sem vilja slaka daga í kringum sundlaugina og njóta borgarinnar á kvöldin.

Lítil en notaleg sundlaug í garðinum. 600 m frá strönd. Snyrtilegt hótel með 84 herbergjum. 

 

Gisting:

Herbergin eru rúmgóð og smekkleg og hafa m.a. sjónvarp, wifi, loftkælingu og einka svölum. Öll baðherbergin hafa sturtu/baðkar og hárþurrku.

 

Aðstaða og afþreying:

Í garði hótelsins er að finna góða sundlaug og sólbaðsaðstöðu fyrir gesti. Gestir geta einnig sótt líkamsrækt hótelsins. 

 

Veitingar: 

Á hótelinu er morgunverðarhlaðborð og bar. Aðeins 150 m eru í veitingastaði utan hótelsins.

 

Staðsetning:

Staðsett aðeins 250 m frá strönd, 150 m frá veitingastöðum og börum við hótelið, 10 km frá næsta flugvelli. 

 

Aðbúnaður:

Sturta/baðkar

Sjónvarp

Loftkæling

Sundlaug

Stutt frá strönd

Líkamsrækt

Sólbaðsaðstaða

Wifi

Morgunverðarhlaðborð

Bar

 

Athuga umhverfisskatt þarf að greiða á hóteli við komu: 3 evrur pr. gistinótt/pr. herbergi.

 

 

 

Upplýsingar

Nikiforou Foka & Kiprou, 73100, Chania, Crete, Greece

Kort