Calpe

Íbúðagisting á 16 hæðum, byggt árið 2004 og staðsett nálægt Cantal Roig ströndinni. Stutt er í miðbæ Calpe og Paseo Maritímo göngugötuna en þessi svæði eru í stuttu göngufæri.  Mjög gott útsýni er úr íbúðunum  Hótelið er staðsett ca 500 metra frá Ifach klettinum og 300 metra frá báta- og snekkjuhöfninni.

Gestamóttakan er opin til kl. 22:00 ef farþegar koma seint á kvöldin þarf að sækja lykla á Turmalína sem er við Avenida Juan Carlos no. 26.  Skipt er á rúmum og handklæðaskiptu á 8 daga fresti. Í íbúðunum er þvottavél.  Hægt er að leigja öryggishólf í gestamóttöku.  Á hótelinu er 3 sundlaugar, þar af 1 barnalaug.. Allar íbúðirnar eru loftkældar og með sjónvarpi. 
Gestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl. 10:00 á brottfarardag.

Íbúðir með einu svefnherbergi:
Eldhús með bakarofni og ísskáp, innangengt inní stofuna. Fullbúið baðherbergi, svalir með sjávarsýn eða útsýni yfir sundlaugina. Svefnherbergin eru með hjónarúmi eða 2 x 90 cm rúmum. Svefnsófi í stofunni.  Hámarksfjöldi í íbúð eru 2 fullorðnir og 2 börn eða 3 fullorðnir.

Íbúð með tveimur svefnherbergjum:
Fullbúið eldhús með bakarofni og ísskáp.  Eldhúsið er aðskilið frá stofu.  Tvö svefnherbergi eru í íbúðunum, bæði með 90 cm rúmum.  Svefnsófi er í stofunni.  Svalir með sjávarsýn og útsýni yfir sundlaugina.  Fullbúið baðherbergi.  Einnig er baðherbergi innaf hjónaherbergi.  Íbúðirnar rúma 4 fullorðna og 2 börn eða 5 fullorðna.

Gestir þurfa að greiða 100 evru tryggingagjald sem fæst endurgreitt við brottför.

Akstur milli Alicante og Calpe
Akstur til og frá Calpe er ekki í boði.  Hægt er að bóka akstur frá flugvelli til Benidrom og þaðan geta farþegar tekið leigbíl til og frá Calpe.

 

Upplýsingar

Calle Gran Bretana 03710 Calpe, Spain

Kort