Meloneras

Lopesan Baobab Resort er glæsilegt 5 stjörnu hótel með frábærum garði. Hótelið heitir eftir hinu sérstaka Baobab tré sem er að vissu leiti táknmynd villtrar náttúru í Afríku og stíll þess er undir miklum áhrifum frá heimsálfunni. Hótelið er á frábærum stað í Maspalomas / Meloneras, skammt frá vitanum. 

Maspalomas/Meloneras svæðið er þekkt fyrir sínar fallegu strendur og sérstæðu sandhóla. Hér er rólegra andrúmsloft og tilvalið að taka göngu um ströndina, fá sér drykk og horfa yfir hafið, lifa og njóta.

GISTING

Herbergin eru glæsilega innréttuð í mildum brúnum tónum og þar er nánast allur hugsanlegur lúxus, s.s. loftkæling, sími, öryggishólf (gegn gjaldi), mini-bar, skrifborð, gervihnattasjónvarp og internet (gegn gjaldi). Á baðherbergjum er bæði sturta og stórt baðkar, hárþurrka og sloppar.
Frá svölum er útsýni yfir hafið, heillandi sandöldur, pálmalundi eða fjöll í fjarska.

AÐSTAÐA

Í stórum og mikilfenglegum sundlaugargarðinum eru samtals 8 upphitaðar sundlaugar, 1 barnalaug og gerviströnd með 3 nuddpottum. Þar er einnig góð aðstaða til sólbaða með sólbekkjum og sundlaugabar. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða. 

AFÞREYING

Hægt er að spila pool og borðtennis á hótelinu og tennis í næsta nágrenni. Á kvöldin er skemmtidagskrá í boði og ýmiskonar sýningar. Hægt er að spila golf á golfvöllunum Maspalomas Golf (3 km fjarlægð) og Meloneras Golf (500 m fjarlægð).

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu eru þrír veitingastaðir, hver um sig með mismunandi áherslur, t.d. verður sérstök áhersla á ferska sjávarrétti á sundlaugagrillinu, og veitingastaður sem býður allt það besta frá Afríku ásamt góðum afrískum vínum. Einnig eru fjórir barir á hótelinu, þar sem t.d. er hægt að fá kaffi, ferskan ávaxtasafa eða framandi kokteila.

FYRIR BÖRNIN

Í sundlaugargarðinum er sér svæði fyrir börnin - Panchi World - barnaklúbbur fyrir 4-12 ára, barnalaug og margt annað skemmtilegt fyrir smáfólkið.

STAÐSETNING

Hótelið er á frábærum stað í Maspalomas / Meloneras, skammt frá vitanum, Faro de Maspalomas.

AÐBÚNAÐUR Á BAOBAB RESORT

7 útisundlaugar (allt árið)

 

Innisundlaug

 

Garður

 

Verönd

 

Sólarverönd

 

Stutt í Golfvelli

 

Líkamsrækt

 

Leikvöllur fyrir börn

 

Skemmtikraftar

 

Næturklúbbur/DJ

 

Krakkaklúbbur

 

Kvöldskemmtanir

 

Veitingastaðir

 

Barir

 

Skutluþjónusta (aukagjald)

 

Sólarhringsmóttaka

 

Farangursgeymsla

 

Þvottahús

 

Dagleg þrif

 

Hárgreiðslustofa/snyrtistofa

 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Calle Mar Adriático, 1, 35100 Maspalomas, Las Palmas, Spánn

Kort