Melia Madeira Mare er glæsilegt 5* heilsu og lúxushótel á fallegum stað við sjávarsíðuna í Lido. Stórkostlegt útsýni og fyrir framan er göngustígur meðfram sjónum og lítil strönd. Hótelið er í 5 mínútna fjarlægð frá aðal ferðamannakjarnanum og um 10 mínútur eru til Funchal. Á hótelinu er mjög góð heilsulind og öll aðstaða og þjónusta til fyrirmyndar. Glæsilegt hótel fyrir þá sem vilja gera vel við sig.
GISTING
Í boði eru tvíbýli með garðsýn og tvíbýli með sjávarsýn. Tvíbýlin eru öll með hárþurrku, sjónvarpi, síma, fríu wi-fi, minibar, te- og kaffi búnaði, og fullbúnu baðherbergi.
AÐSTAÐA
Fín aðstaða er á hótelinu, garður með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu. Einnig er upphituð sundlaug innandyra sem og heitur pottur sem hótelgestir geta notað, sér að kostnaðarlausu. Á hótelinu er SPA þar sem gestir geta notið ýmissa meðferða gegn gjaldi. Einnig er líkamsræktarstöð á hótelinu með brennslutækjum og lóðum þar sem boðið er upp á tíma og fleira gegn gjaldi.
AFÞREYING
Á hótelinu er SPA þar sem gestir geta notið ýmissa meðferða og farið í gufubað gegn gjaldi. Einnig er líkamsræktarstöð á hótelinu, billiardborð og frítt wi-fi.
VEITINGASTAÐIR
Á hótelinu eru tveir veitingastaðir – Mare Nostrum og Il Massimo. Mare Nostrum býður upp á fjölbreytt hlaðborð með köldum og heitum réttum á morgnanna og á kvöldin. Il Massimo er með "Á la carte" og býður upp á alþjóðlega matargerð. Á hótelinu eru einnig þrír barir, einn við sundlaugina sem býður upp á léttar veitingar og hádegismat, einn við hótelmóttökuna með útsýni yfir sjóinn, og einn í hótelgarðinum með frábært útsýni.
FYRIR BÖRNIN
Í hótelgarðinum er sér sundlaug fyrir börnin.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett í um 10 mínútum frá miðbæ Funchal, 5 mínútum frá aðal ferðamannakjarnanum og um 20 mínútum frá flugvellinum
AÐBÚNAÐUR Á HOTEL MELIA MADEIRA MARE
Morgunverðarhlaðborð
Kvöldverðarhlaðborð
Frítt wi-fi
Líkamsræktarstöð
Líkamsræktartímar (gegn gjaldi)
Inni- og útisundlaug
Veitingastaðir
Barir
Frí bílastæði (háð framboði)
Billiardborð (gegn gjaldi)
Þvottaþjónusta (gegn gjaldi)
Upplýsingar
Lido - Rua De Leichlingen Funchal Madeira Portugal
Kort