Lido

Flott 4* íbúðahótel staðsett í miðju Vila Porto Mare Resort og hafa því  gestir góðan aðgang að allri þeirri aðstöðu sem finna má á staðnum..  

GISTING

Herbergin eru hlýleg með kaffi og te aðstöðu, fríu wifi, öryggishólfi, baðherbergi og minibar. Junior svítan er stærri en stúdíó íbúðirnar. 


AÐSTAÐA

Á hótelinu er mjög fín aðstaða, stór garður með þremur útisundlaugum, þar af einni barnasundlaug (ekki upphituð), ásamt góðri sólbaðsaðstöðu. Á hótelinu er einnig  innisundlaug og ðara sundlaug sem er bæði inni og úti. 

Flott Spa með ýmsar meðferðir, nuddpotta, líkamsrækt, saunu og fleira. 

AFÞREYING

Á hótelinu og í garðinum eru líkamsræktarstöð, tennisvöllur, skvassvöll, borðtennis, snókerherbergi, mini-golf og fleira, allt  gegn gjaldi. Einnig býður hótelið að aðstoða gesti við  afþreyingarplan s.s. köfun og hreyfingu.


VEITINGAR

Úrval veitinga á svæðinu er til fyrirmyndar, m.a. 5 veitingastaðir og 4 barir:

Il Basilico Restaurant: ítalskur veitingastaður sem býður upp á hádegismat, tapas og kvöldmat.
Alfama Restaurant: Veitingastaður með portúgalska matargerð
Varanda: Býður upp á léttar veitingar
Med Restaurant: Veitingastaður með matargerð innblásinni frá Miðjarðarhafinu.
Atlantida Restaurant: Býður upp á fjölbreytt úrval af alþjóðlegri matargerð. Á hverju kvöldi er ákveðið þema.


Portofino Bar: Bar með Happy Hour og lifandi tónlist öll kvöld. 
Oceano Bar: Bar með lifandi tónlist. Hér gefst einnig tækifæri til að horfa á fótboltaleik ef áhugi er á því.
Lido Bar: Bar sem er opinn við sérstök tilefni (hægt að fá nánari upplýsingar í hótelmóttöku)
Alma Di Vino: Vínbar sem býður upp á yfir 100 tegundir af vínum.

Doce-Lima: Staður við sundlaugina sem býður upp á gott kaffi, ís og fjölbreytt úrval af crepes. 


FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er barnasundlaug (ekki upphituð) og leikvöllur.


STAÐSETNING

Hótelið er staðsett í um 5 km frá miðbæ Funchal og í um 19 km fjarlægð frá flugvellinum.

 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL EDEN MAR

5 Veitingastaðir

4 Barir

5 sundlaugar 

SPA (gegn gjaldi)

Nudd- og fegurðarmeðferðir (gegn gjaldi)

Sauna (gegn gjaldi)

Gufubað (gegn gjaldi)

Heitir Pottar

Líkamsræktarstöð

Þolfimisherbergi

Mini-golf

Borðtennis

Tennisvöllur

Skvassvöllur 

Snókerherbergi

Barnaleikvöllur

Wi-fi 

Skemmtidagskrá

Frí bílastæði

Frír strætó frá hótelinu til Funchal og til baka

Barnaskemmtun á sumrin

Þvottaaðstaða (gegn gjaldi)

 

Upplýsingar

Rua do Gorgulho 2, Funchal, Madeira 9004-537, Portugal

Kort