Ævintýraferð til Balí

Balí er sönn paradís á jörðu og hefur upp á að bjóða ótrúlega frumskóga, hvítar strendur, tæran sjó og iðandi mannlíf. Komdu og upplifðu þetta ævintýri með okkur!

 

Um Balí ferðina!

Hvenær? 15. til 27. október 2023. 

Lúxusferð með íslenskri farastjórn og fyrsta flokks flugum til og frá Balí. Lágmarks biðtímar í millilendingum, töskur fara alla leið og framúrskarandi boutique hótel sem bjóða upp á bæði lúxus og lókal upplifun.

Flug? Icelandair + Emirates. Aðeins einn flugmiði alla leið, ekkert vesen.

Hvar? 3 nætur í ævintýralegum frumskógi Úbúd og 7 nætur á ströndinni í Sanúr. Upplifðu það besta sem Balí hefur uppá að bjóða; dularfullan fjallabæ og suðræna sólarströnd.

Verð? Frá 479.900 á mann í tvíbyli.

Ubud Village og Puri Santrian verð á mann: 479.900 kr. 

Hyatt Sanur á ströndinni verð á mann 549.900 kr.

Intercontinental á ströndinni verð á mann 589.900 kr.  

Hápunktar ferðarinnar

Paradísareyjan Balí bíður eftir þér með ótrúlega upplifun, ólíka öllu öðru. Hamingjusamir heimamenn, endalaus sól og hvítar strendur.

Ferðin er fyrsta flokks og hvort sem þú vilt slappa af og hugleiða eða halda á vit ævintýranna þá eru frábærar dagsferðir í boði.

• Brimbretti, hjóla- og gönguferðir og köfun

• Jóganámskeið, spa og ótrúlegt umhverfi til þess að hugleiða

• Upplifðu ótrúlega náttúru

• Samvera með skemmtilegu fólki. Ævintýragjörnum íslendingum og/eða lífsglöðum heimamönnum.

Íslensku fararstjóri: Apríl Harpa Smáradóttir - sem þekkir Balí mjög vel. 

Íslenskur fararstjóri Apríl Harpa Smáradóttir - Enginn þekkir Balí betur en Apríl Harpa Smáradóttir sem hefur búið á eyjunni í fjölda ára og rekur þar vinnustofu og verktakafyrirtæki auk þess að kenna jóga og sinna ævintýraþyrstum ferðalöngum frá Íslandi. Apríl mun, ásamt innlendum leiðsögumönnum, taka á móti farþegum við komu og sinna þeim með hvað eina sem hægt er, hvort heldur sem köfun eða fljótasiglingar, valin listagallerí eða besta næturklúbbinn, hjólaferðir eða miðnæturmessu í fjallahofi.

 

BEINT Í BÓKUNARVÉL

Jóga - köfun - spa - gönguferðir - hjólaferðir - strandpartý - sörf - skútusiglingar -

endalaus ævintýri...

Úrvals hótel á Balí

UBUD VILLAGE ****

Best staðsetta hótelið í Úbúdbænum á miðri Monkey Forest götunni umvafið veitingastöðum, verslunum, listagalleríum og allri mögulegri þjónustu.
Heilsulind/spa, veitingastaðir og öll almenn þjónusta betri hótela í boði.
 

PURI SANTRIAN SANUR ****

 Puri Santrian er eitt af elstu og traustustu hótelum í Sanúr og hefur verið uppáhald fjölda gesta sem snúa þangað aftur og aftur til að njóta strandarinnar og þeirra tengsla sem hótelið hefur við lista- og menningarlíf bæjarins. 

Sérlega vel staðsett með fjölda veitingastaða rétt við.
Heilsulind/spa, veitingastaðir og öll almenn þjónusta betri hótela í boði.

INTERCONTINENTAL SANUR *****

Intercontinental á Sanúrströndinn er líklegast glæsilegasta nýja hótel staðarins með sín risa svefnherbergi sem eru á stærð við ágætis íbúð á Íslandi eða 90 m2. Fágun í þjónustu og vandaðar veitingar einkenna staðinn.
Heilsulind/spa, veitingastaðir og öll almenn þjónusta betri hótela í boði.

HYATT SANUR *****

Hyatt hótelið í Sanúr er gamla drottning hótel þessa rótgróna strandbæjar og hefur svo verið síðan David Bowie og Mick Jagger uppgötvuðu Sanúr sem þá paradís sem bærinn er. Hyatt hótelið skiptir strandbænum til helminga með sínum víðfemu görðum og löngu strönd. Fágun og íhaldsemi í bland við stíl og þægindi.
Heilsulind/spa, veitingastaðir og öll almenn þjónusta betri hótela í boði.
 

DAGSKRÁ FERÐAR

DAGUR 1: 15. október

Leggjum af stað frá Íslandi með Icelandair og Emirates um Osló og Dubaí

DAGUR 2: 16. október

HALLÓ BALÍ: lendum @16:35. Ekið til Úbúd þar sem Apríl leiðbeinir ferðalöngum um nágrenni hótelsins.

DAGUR 3: 17. október

Farið í könnunarleiðangur um nágrenni Úbúd með Apríl og sérfróðum leiðangursmönnum um hallir og hof. Hádegisverður innifalinn.

DAGUR 4: 18. október

Rólegur dagur í fjallabænum Úbúd

DAGUR 5: 19. október

Eftir morgunverð er haldið frá Úbúd til strandar en á leiðinni er farið víðar um Balí. April opnar leyndardóma heimamanna t.d. með því að heimsækja lítil þorp og framandi sveitir. Hádegisverður snæddur á leiðinni. Komið til Sanúr síðdegis.

DAGUR 6 til 11: 10. til 25. október

Dvalið í vellystingum á ströndinni.

Úrval fjölbreyttra ferða í boði.

DAGUR 12: 26. október

Síðasti dagurinn á Balí. Að kvöldi er haldið á flugvöll tímanlega fyrir heimflug um Dúbaí og Osló sem leggur af stað eftir miðnætti.

DAGUR 13: 27. október

Heimflug. Lent á Íslandi kl 14:45 úthvíld og með sól í hjarta

DÆMI UM SKOÐUNARFERÐIR

HJÓLAÐ Á BALÍ – FJALLAHJÓLAFERÐ

SNORKLAÐ KÓRALRIF

AYUNG FLÚÐASIGLING – RIVER RAFTING

 

SURFAРÁ BALÍ

VÖTNIN Í BALÍ – GÖNGUFERÐ

 

"MARINE WALK"

KORT AF BALÍ

 

Sólareyjan Balí í Indónesíu svíkur engan. Hvort sem þú vilt slappa af og hugleiða, taka þátt í göngutúrum og hjólaferðum, eða bara að liggja og sóla þig. Balí tilheyra nokkrar nærliggjandi eyjur á borð við Nusa Penida, Nusa Lembongan og Nusa Ceningan. Balí er staðsett á vesturhluta þessa eyjaklasa með Java í vestri og Lombok í austri. Höfuðborgin, Denpasar, er staðsett á suðurhluta eyjarinnar. Á Balí búa um fimm milljónir manna í um 600 þorpum og bæjum eyjunnar.

 

Innifalið í verði: 

  • Flug frá Íslandi til Balí fram og til baka
  • Flugvallagjöld og skattar
  • Ferðataska og handfarangur
  • Íslensk ferðastjórn og innlendir leiðsögumenn
  • Gisting með morgunverði
  • Akstur á milli flugvallar og hótela
  • Tvær skoðunarferðir með máltíð

 

Balí hefur einkar þægilegt loftslag, sólin er gjöful, náttúran ótrúleg og menningin fjölbreytt og spennandi. En það sem stendur upp úr á Balí er lífsgleðin sem þar ríkir og fólkið sem býr á eyjunum. Balí er eins og lifandi póstkort, Indónesísk paradís.

Þar má sjá sólina rísa upp af fínum hvítum sandströndum, kafa meðfram kórölum eða um flök orrustuskipa frá seinni heimsstyrjöldinni. Inni í landi er frumskógur með gömlum hofum og fjölbreyttu dýralífi.

Flug & flugtímar*

Brottför frá Keflavík 15. október flogið með ICELANDAIR til Osló og áfram með Emirates til Dubai og svo til Balí. 

Brottför frá Balí 27. október með EMIRATES í gegnum Dubai til Osló og síðan með ICELANDAIR heim. 

*lágmarksbiðtími milli flugvéla - einn flugmiði :)

 

Við gistum í Úbúd fyrstu dagana sem hefur mestann sjarma allra bæja á Balí því þar er miðstöð lista, menningar og trúariðkunar eyjaskeggja. Seinni dagana er gist við ströndina Sanur.

Þrátt fyrir fjölda ferðamanna sem sótt hafa eyjuna heim á síðustu árum er Bali eftir sem áður dásamlegur töfrastaður sem varðveitir hindúískan menningararf sinn, trúarathafnir og heilög hof. Umgjörð Bali er fullkomin, þægilegt loftslag þar sem sólin og náttúran kallast á. Menningin er fjölbreytt og spennandi og enginn skortur er á líflegum kaffihúsum, verslunum og notalegum þorpum með vinalegum íbúum.

Tékklisti fyrir Balí: 

  • Sundfatnaður og sólarvörn!
  • Vegabréf
  • Peningar / Greiðslukort 
  • Ökuskírteini
  • Lyfseðilsskyld lyf 
  • Myndavél / minniskort og hleðslutæki
  • Síminn!

Skelltu þér með til Balí

Viðskiptavinir geta valið hvernig þeir vilja greiða fyrir ævintýraferðina til Balí. 

  • Staðfestingagjald 80.000 á mann, eftirstöðvar greiðast eigi síðar en 6 vikum fyrir brottför
  • Greiðslukort - ein greiðsla
  • Greiðslukort - skipta greiðslu á fleiri en eitt mismunandi greiðslukort (á ekki við um tímabil)
  • Raðgreiðslusamningur
  • Fjórar jafnar vaxtalausar greiðslur (3,5% lántökugjald að auki)
  • Kortalán án vaxta (50% út, og 50% skiptast á næstu 3 mánuði auk 3,5% lántökugjalds)
  • PEI - dreifing á greiðsluseðla til allt að 6 mánaða
  • Netgíró þegar bókað er hjá sölumanni Sumarferða sími 514 1400 eða í Hlíðasmára 19, 200 Kópavogi