Costa Brava: Lloret de Mar & Tossa de Mar

Costa brava er þekkt fyrir fallega náttúru, strandlengjur og lítil sjávarþorp. Sumarferðir fara til tveggja áfangastaða á Costa Brava - Lloret de Mar og Tossa de Mar.

Í rúmlega 1.5 klst fjarlægð er borgin Barcelona, upplagt fyrir dagsferð!

Enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Tossa de Mar

Rómantískt lítið fiskimannaþorp með afslappað andrúmsloft, góða baðströnd, veitingastaði, skemmtistaði. 

Fræga kvikmyndin Pandora and the Flying Dutchman (1960) var að stórum hluta tekin í Tossa de Mar. Kvikmyndin setti bæinn á kortið - og eftir það fóru ferðamenn að flykkjast þangað.
Sem þakkarvottur þá er bronsstytta af Ava Garner á stígnum við kastalann. Á Tossa de Mar er frægt virki frá 12 öld - Vila Vella sem varði strandlengjuna fyrir sjóræningjum. 

Lloret de Mar

Vinsæll strandaráfangastaður með fallegum ströndum og skemmtilegu mannlífi. Tilvalinn strandbær fyrir fjölskyldur en gott aðgengi er fyrir barnafólk og mikið um að vera á ströndinni fyrir yngstu kynslóðina. Í bænum er að finna úrval veitingahúsa ásamt fjölbreyttu úrvali verslana.

 

COSTA BRAVA er best fyrir:

 • Strönd og stutt til Barcelona
 • Fallega strönd 
 • Lloret de Mar
 • Tossa de Mar

 

 • Flogið til Barcelona (BCN) 
 • Flugtími +/-4 klst.
 • Akstur á svæðið 60 mín.
 • Tungumál: Spænska
 • Gjaldmiðill: Evra 

 

 

 • Sumarhiti: 28+°C
 • Vetrarhiti: 16+°C
 • Ljúft og notalegt 
 • Tími: +2 sumar +1 vetur
 • Landkóði: +34 

 

Gistingar á Costa Brava svæðinu

Evenia Olympic Garden er 4 stjörnu hótel, staðsett í rólegum hluta Lloret de Mar og steinsnar frá miðbænum með næturlífi, börum og verslunum. Tilvalið hótel fyrir fjölskyldur sem og pör og vini. Á hótelinu er allt innifalið.

Lesa meira

Hotel Anabel er gott 4 stjörnu hótel, staðsett í Lloret de Mar og steinsnar frá miðbænum með næturlífi, börum og verslunum og 5 mínútur frá strönd. 

Lesa meira

Hótel Helios er fjögurra stjörnu hótel staðsett við aðalgötuna í Lloret de Mar en þar eru meðal annars helstu skemmtistaðirnir og barir. Örstutt er á ströndina eða um 200 metrar. Fjöldi veitingastaða, verslanna og kaffihús eru í næsta nágrenni. 

Lesa meira

Hótel Tossa Mar er staðsett aðeins 150 metrum frá ströndinni í hjarta miðbæjarins  Tossa de Mar  á Costa Brava.

Lesa meira

GHT Oasis Tossa er 4 stjörnu hótel í Tossa de Mar. Ströndin er einungis í 800 metra fjarlægð frá hótelinu og miðja Tossa de Mar í um 5 min fjarlægð. Hótelið er fjölskylduvænt og býður upp á útisundlaugar fyrir bæði börn og fullorðna og SPA.

Lesa meira

Golden Bahia de Tossa er 4 stjörnu hótel, staðsett í Tossa de Mar og í um 800 metra fjarlægð frá ströndinni. Á hótelinu eru fimm sundlaugar, SPA og barir. Hótelið er fjölskylduvænt og er vinsælt meðal hjólreiðafólks en hægt er að bóka sér hjólreiðaferðir í gegnum hótelið.

Lesa meira

Hótel Delamar er gott 4 stjörnu hótel staðsett í hjarta Lloret de Mar. Stutt er í ströndina og mannlífið í bænum. Á hótelinu má finna sundlaug og góða sólbaðsaðstöðu bæði í garðinum og á þaki hótelsins. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

 

Lesa meira

Fenals Garden er 4 stjörnu hótel staðsett rétt við bæjarmörk Lloret de Mar. Aðeins eru um 400 metrar niður á strönd og um 10 mínútna ganga í miðbæinn þar sem finna má úrval veitingastaða, verslana og næturklúbba. 

Lesa meira

Fjölskylduvænt og skemmtilegt 4* hótel staðsett í rólegu umhverfi Lloret de Mar við Costa Brava. Vatnsrennibrautir, stór garður og sundlaugarsvæði, krakkaklúbbur, líkamsrækt, spa, skemmtidagskrá og margt fleira fyrir fjölskylduna. 

Lesa meira

Gran Hotel Reymar & SPA er notalegt 4 stjörnu hótel í bænum Tossa de Mar. Hótelið er staðsett við ströndina og er einstaklega fallegt útsýni frá hótelinu yfir bæinn og kastalann í Tossa de Mar. 

Lesa meira

Hótel Rosamar Garden Resort er gott 4 stjörnu hótel í Lloret de Mar, staðsett aðeins 300 metrum frá ströndinni. Góður valkostur fyrir fjölskyldur og pör. Góður garður með fjórum sundlaugum, vatnsrennibrautum og mikilli afþreyingu.

Lesa meira

Hótel Rosamar & Spa er flott 4 stjörnu hótel staðsett alveg við ströndina í Lloret de Mar og aðeins 5 min frá miðbænum. Góður valkostur fyrir fjölskyldur og pör. Sundlaugagarður með þremur sundlaugum, saltvatnslaug og laug eingöngu fyrir fullorðna, svo er barnalaug með rennibraut.

Lesa meira

Hótel Alegria Santa Cristina er 4 stjörnu hótel staðsett um 600 metrum frá ströndinni í Lloret de Mar. Hugguleg herbergi, fín aðstaða á hótelinu og stutt í allt það helsta sem Lloret de Mar býður upp á. Gestir geta valið um morgunverð, hálft fæði, fullt fæði eða allt innifalið.

Lesa meira

Hótel Alegria Plaza Paris er gott 4 stjörnu hótel staðsett í Lloret de Mar. Flott sólbaðsaðstaða með sundlaugum og heilsulind. Tilbvalið hótel til þess að slaka á í fríinu. Gestir geta valið um morgunverð, hálft fæði, fullt fæði og allt innifalið.

Lesa meira

GHT Sa Riere er nýtt 4 stjörnu hótel í Tossa de Mar. Góð staðsetning í miðbænum nálægt búðum og ströndinni. Gestir geta valið um morgunverð, hálft fæði eða fullt fæði. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu

Lesa meira

Hotel L'azure er nýtt (mars 2020) 4 stjörnu hótel í Lloret de Mar. Hótelið er tilvalið fyrir fjölskyldur og pör en í garðinum er vatnaleiksvæði fyrir börnin. Gestir geta valið um morgunverð eða hálft fæði. ATH að enskumælandi fararstjóri er á svæðinu.

Lesa meira

Trimar er mjög vel staðsett íbúðarhótel aðeins um 400 metra frá Lloret de Mar ströndinni og um 150 metra frá miðbænum. Einfaldar íbúðir á besta stað á Lloret de Mar.

Lesa meira

Sólarlottó þriggja stjörnu gisting á Costa Brava. Fyrir brottför upplýsum við farþega á hvaða hóteli þeir munu gista á.

Lesa meira

GHT Tossa Park Apartments er einfalt 3* íbúðarhótel staðsett á rólegum stað í Tossa de Mar. Á hótelinu er sundlaug, morgunverðahlaðborð, bar, krakkaklúbbur o.fl. Íbúðirnar eru heimilislegar með svölum sem snúa að sundlauginni.

Lesa meira

Odissea Park er tveggja stjörnu íbúðarhótel í Santa Susana. Hótelið er vel staðsett 100 metrum frá ströndinni,  þar sem má finna bari og veitingastaði. 

Lesa meira