Lanzarote

Lanzarote er fjórða stærsta eyja Kanaríeyjaklasans. Hún er sú nyrsta og sú sem liggur næst Afríkuströndum. Eyjan er þekkt fyrir fegurð og notalegt andrúmsloft og hefur verið á skrá yfir verndarsvæði UNESCO síðan 1993 sakir náttúrufegurðar. Landslagið er mótað af eldvirkni, löngum hraunbreiðum, svörtum söndum og urmul gíga sem minna helst á suðurströnd Íslands - nema krydduð með kaktusum og pálmatrjám og marínerað í fullkomnu veðurfari.

Eyjan eru rúmlega 800 ferkílómetrar að stærð og íbúar um 150 þúsund. Margt er í boði á Lanzarote svo sem eldfjallaþjóðgarður, mikilfenglegir hraunhellar, lón og huggulegir bæir í spænskum nýmódernískum stíl að undirlagi landslagsarkitektsins og listmálarans César Manrique, sem kalla má þjóðhetju eyjunnar en flugvöllurinn er nefndur eftir honum.

Lanzarote hefur ríka og fjölbreytta matarhefð, sem hneigist meira til sjávarins en kjötrétta. Eyjaskeggjar leggja mikið upp úr fersku hráefni úr heimabyggð, eldað eftir uppskriftum sem gengið hafa mann fram af manni í margar kynslóðir. Helst er að nefna fiskrétti í sósu, þ.e. „mojo rojo“ — sterkri rauðri sósu — eða „mojo verde“ — mildari grænni sósu — og ríkri osta- og vínhefð, sérstaklega hvítvín og „moskatel“ sem er sætt desertvín. Upprunamerking vína frá Lanzarote er „D.O.“.

 

Afþreying

Allt það sem vænta má á stærri eyjunum í klasanum á jafn mikið heima á Lanzarote: Göngu- og hjólaferðir, hvers kyns vatnasport, siglingar, vatnsrennibrautir og köfun, seglbrettasvif, fyrirtaks golfvellir, og margt margt fleira.

Helstu skemmtigarðar á eyjunni eru Aguapark Costa Teguise, Rancho Texas Lanzarote Park  og Aqualava Playa Blanca. Lanzarote er líka fyrirtaks staður fyrir þá sem er á þeim buxunum að "gera ekki neitt" og leyfa nærandi sólargeislunum og lágu verðlaginu að gæla við sig.

 

Playa Blanca 

Playa Blanca er friðsæll og fjölskylduvænn strandbær á suðurströnd eyjarinnar. Sandstrendurnar Dorada og Falmingo liggja meðfram strandlengjunni og þar er fjöldi veitingastaða, verslana, kaffhúsa og fjörugt mannlíf. Aðalgatan er Avenida de Papagayo þar sem eru hótel, verslanir og veitingahús. Við enda götunar er göngugata sem liggur niður að smábátahöfninni sem þykir sú flottasta á eyjunni. Við höfnina í Playa Blanca eru ferjurnar Armas og Fred OIsen sem sigla á milli Lanzarote og Fuertaventura á klukkustundarfresti. 

Yaiza

Yaiza er fallegur bær rétt við Playa Blanca. Þessi bær hefur tvisvar sinnum verið kosinn fallegasti bær á Spáni. Þar má finna góða veitingastaði eins og t.d. La Era (gamalt klaustur og kirkja) og La Bodega de Yaiza.

Arrecife

Til höfuðborgarinnar Arrecife er um 35 mín. akstur frá Playa Blanca. Arrecife hefur verið höfuðstaður Lanzarote frá því um miðja 19. öld. Á árum áður var bærinn oft kallaður Feneyjar Atlantshafsins en helsta kennileiti Arrecife er Charco de San Ginés sjávarlónið í hjarta bæjarins þar sem fyrstu landnemarnir á eyjunni komu sér fyrir og stunduðu fiskveiðar. Í dag er lónið notað sem skipalægi fyrir smábáta bæjarbúa. Allt umhverfi lónsins var endurhannað að hætti listamannsins César Manrique og þar er fjöldi verslana og veitingastaða og fjölbreytt mannlíf.

Puerto del Carmen

Puerto del Carmen er fallegur strandbær sem er rétt við höfuðborgina Arrecife. Puerto del Carmen er einn vinsælasti áfangastaðurinn á eyjunni enda líflegur bæjarbragur og fallegar strendur. Við aðalgötuna Las Playas er fjöldi veitinga- og skemmtistaða þar sem er mikið líf og fjör þegar kvölda tekur. Strandlengjan er yfir sex kílómetra löng og skiptist í nokkrar silkimjúkar sandstrendur, Grande Beach, Los Pocillos og Matagorda. 

Gistingar á Lanzarote

Princesa Yaiza er stórkostlegt 5 stjörnu lúxushótel á Playa Blanca ströndinni. Hótelið er einstaklega vel staðsett við fallega strönd með útsýni yfir fagurblátt hafið. Aðstaða fyrir börn er mjög góð og skemmtilegur krakkaklúbbur er á hótelinu. Fjöldi bara og veitingastaða þjóna gestum langt fram á kvöld og

Lesa meira

Los Fariones er vinsælt og glæsilegt 5-stjörnu strandhótel í Puerto del Carmen á Lanzarote. Hótelið er umkringt suðrænum görðum og hefur beinan aðgang að lítilli strönd. Öll herbergi bjóða uppá stórkostlega sjávarsýn. Tilvalið hótel til að slaka á og njóta fegurðar umhverfisins. 

Lesa meira

H10 Rubicon palace er glæsilegt 5 stjörnu hótel á Playa Blanca. Hótelið situr við stönd og er fallegt útsýni yfir hafið. Fjöldi sundlauga og veitingastaða bjóða uppá fjölbreytni og þægindi fyrir gesti.

 

Lesa meira

The Volcan Lanzarote er glæsilegt 5 stjörnu hótel á Playa Blanca, Lanzarote. Hótelið er staðsett nálægt Rubicón Port Marina og í 900 m fjarlægð frá Playa Blanca

Lesa meira

Iberostar Selection Lanzarote er glæsilegt 5 stjörnu hótel á Playa Blanca, Lanzarote. Hótelið er staðsett aðeins 50 metrum frá Flamingo ströndinni og hefur stórbrotið útsýni yfir hafið

Lesa meira

Be Live Experience Lanzarote Beach Hotel er 4-stjörnu hótel með útsýni yfir Costa Teguise ströndina á Lanzarote og býður upp á líkamsræktaraðstöðu og útisundlaug með sólstólum.

Lesa meira

THB Tropical Island er fjögurra stjörnu íbúða gisting staðsett í sjávarþorpinu Playa Blanca sem er í suðurhluta Lanzarote. Fjölskylduvænn gististaður þar sem allir finna eitthvað sem við sitt hæfi.

 

Lesa meira

Gran Castillo Tagoro Family & Fun er frábær 4-stjörnu hótel á Playa Blanca á Lanzarote með stórkostlegt útsýni yfir Atlantshafið. Hótelið er í mórískum stíl, útbúið með fjölda sundlauga, þar á meðal barnasundlaug með rennibrautum.

Lesa meira

Hótelið Tacande Bocayna Village Feel & Relax er gott 4 stjörnu hótel staðsett  sunnarlega á Playa Blanca, með útsýni  yfir Fuerteventura og Los Lobos eyjarnar. Á hótelinu er góð sundlaug ásamt sólbaðsaðstöðu, og sundlaugarbar. Fallegar strendur og verslanir eru í göngufæri við hótelið.

Lesa meira

HIPOTELS Natura Palace er frábært 4 stjörnu hótel með útsýni yfir hafið, staðsett á fallegu Playa Blanca ströndinni. Slökun og rólegheit eingöngu fyrir fullorðna frá 16 ára.

 

Lesa meira

HIPOTELS La Geria er 4 stjörnu hótel staðsett á Puerto del Carmen, Lanzarode. Gististaðurinn er við Playa de los Pocillos strönd og er umkringdur görðum.. Á hótelinu er sundlaug og góð sólbaðsaðstaða.

Lesa meira

Beatriz Playa & Spa er prýðilegt 4 stjörnu hótel staðsett í Matagorda í nágrenni við Puerto del Carmen, Lanzarote. Gististaðurinn er við Lima strönd og í göngufæri við veitingastaði og bari. 2 sundlaugar, góð sólbaðsaðstaða og sundlaugarbar taka vel á móti gestum í sólinni.

 

Lesa meira

Beatriz Costa & Spa er frábært 4 stjörnu hótel staðsett í Costa Teguise, Lanzarote og er hótelið umvafið fallegu umhverfi þar sem finna má garða, fossa og stöðuvötn. Á hótelinu eru 3 sundlaugar og heilsulind 

Lesa meira

Playa Pocillos er 4 stjörnu hótel fyrir 18 ára og eldri staðsett á Puerto del Carmen, sunnarlega á eyjunni og er í stuttu göngufæri við Olaya de los Pocillos ströndina.  Hótelið hefur m.a. sundlaug, heilsulind og líkamsræktarstöð og er góður kostur fyrir fullorðna. Kyrrlátt og sólríkt svæði.

Lesa meira

Mirador Papagayo er huggulegt 4 stjörnu hótel staðsett á Playa Blanca, Lanzarote. Hótelið hefur 3 sundlaugar og góða sólbaðsaðstöðu fyrir gesti sína. 

Lesa meira

Barcelo Lanzarote er smekklegt 4 stjörnu hótel á Costa Teguise, Lanzarote. Hótelið er ætlað íþrótta áhugamönnum en einnig fjölskyldum, pörum og hverjum sem vill slaka á glæsilegum gististað.

Lesa meira

Club La Santa er 4 stjörnu hotel og hellsti íþróttaorlofsstaður í heiminum sem situr á vesturströnd hins fallega eldfjallalandslags Lanzarote. Boðið er upp á meira en 80 mismunandi tegundir af íþróttum og meira en 500 ókeypis námskeið með kennara í hverri viku.

Lesa meira

Labranda Alyssa Suite er 4 stjörnu hótel á suðurhluta Lanzarote, Playa Blanca. Hótelið er staðsett í einstöku íbúðarhverfi Montaña Roja eldfjallsins og hefur ótrúlegt útsýni yfir eyjarnar Fuerteventura og Lobos.

Lesa meira

Apartmentos LIVVO Coloradamar er notalegt 3 stjörnu íbúðarhótel staðsett í aðeins 350 m fjarlægð frá Playa de las Coloradas strönd. Hótelið hefur sundaug og sólbaðsaðstöðu í garði sínum. Góður kostur fyrir alla á Lanzarote. 

Lesa meira

H10 White Suites er glæsilegt 4 stjörnu hótel á Playa Blanca fyrir 18 ára og eldri. Hótelið er vel staðsett í göngufæri við strendur og verslunargötu eyjunnar. Nýtískulegt og nútímalegt. Slökun og rólegheit eingöngu fyrir fullorðna.

Lesa meira

THB Flora er smekklegt 3 stjörnu fjölskylduhótel staðsett á Puerto del Carmen. Hótelið er í stuttu göngufæri frá miðbænum og næstu strönd. Einnig er stutt í næstu golfvelli. Frábært hótel fyrir alla fjölskylduna.

Lesa meira

Labranda el Dorado er 3 stjörnu íbúðarhótel staðsett á Puerto del Carmen, Lanzarote. Hótelið hefur 2 sundlaugar og góða sólbaðsaðstöðu, auk þess að vera staðsett í göngufæri frá Puerto del Carmen strönd.

Lesa meira

Sandos Atlantic Gardens er 3 stjörnu hótel fyrir 18 ára og eldri í Playa Blanca á Lanzarote, með sundlaug, hlaðborð, snarlbar, fríu þráðlausu neti og líkamsræktarstöð.

Lesa meira

SHB Royal Moinca er notalegt 3 stjörnu hótel staðsett í aðeins 150 m fjarlægð frá Montana Roja strönd. Hótelið hefur sundlaug og sólbaðsaðstöðu í garði sínum. Góður kostur fyrir fjölskyldur á Lanzarote. 

Lesa meira

Lanzarote Paradise er notalegt 3 stjörnu íbúðarhótel staðsett á Lanzarote. Sundlaug og sólbaðsaðstaða er í garði hótelsins. Hótelið er staðsett í 1.2 km fjarlægð frá strönd og aðeins 250 m fjalrægð frá veitingastöðum utan hótelsins. Njóttu vel á Lanzarote.

Lesa meira

 Tabaiba Center Apartmentos er notalegt 3 stjörnu íbúðarhótel staðsett á Lanzarote. Sundlaug og sólbaðsaðstaða er í garði hótelsins. Hótelið er staðsett í 1,1 km fjarlægð frá Playa El Ancla strönd og aðeins 400 m fjalrægð frá veitingastöðum utan hótelsins. Góður kostur fyrir á Lanzarote.

Lesa meira

Mansion Nazaret er notalegt 3 stjörnu íbúðarhótel staðsett á Lanzarote. Sundlaug og sólbaðsaðstaða er í garði hótelsins. Hótelið er staðsett í aðeins 400 m fjarlægð frá Las Cucharas strönd og aðeins 150 m fjarlægð frá veitingastöðum utan hótelsins. Góður kostur fyrir alla á Lanzarote.

Lesa meira

Ereza Apartamentos Los Hibiscos er 2-stjörnu íbúðahótel, sem stendur í hlíðinni fyrir ofan Puerto del Carmen á Lanzarote, aðeins 100m frá Playa Grande ströndinni.

Lesa meira