Calpe

Hotel Diamante Beach er nýlegt 4ra stjörnu hótel staðsett 50 metra frá Levante ströndinni í Calpe. Á hótelinu eru þrjár sundlaugar og í garðinum er góð aðstaða til sólbaða. 

GISTING 

Herbergin eru 283 talsins og eru einstaklega fallega hönnuð, búin öllum helstu þægindum. Herbergin eru loftkæld með mini-bar, síma og sjónvarpi. Frítt, þráðlaust internet er á herbergjunum. Gott baðherbergi með baðkari eða sturtu og hárþurrku. Hverju herbergi fylgja svalir eða verönd með garðhúsgögnum. 

AÐSTAÐA 

Frábær, gróðursæll garður með þremur sundlaugum, þar af ein fyrir börnin og góð aðstaða til sólbaða. Í garðinum er snarlbar þar sem gestir geta kælt sig niður í sólinni eða fengið sér létt snarl í hádeginu. Þeir sem fá leið á sundlauginni geta einfaldlega röllt niður á ströndina, sem er í seilingarfjarlægð. Á hótelinu er glæsileg heilsulind með innisundlaug þar sem gestir geta farið í nudd og aðrar meðferðir(gegn gjaldi) eða slakað algjörlega á við sundlaugina. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er að finna píanóbar. 

AFÞREYING 

Á sumrin er skemmtidagskrá á hótelinu fyrir alla fjölskylduna. Í gestamóttöku er píanóbar. 

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborðþar sem snæddur er morgun- og kvöldverður fyrir þá sem eru í hálfu fæði.  Þá er einnig tveir a la carte veitingastaðir á hótelinu ásamt litlu kaffihúsi.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett um 50 metra frá ströndinni með útsýni yfir Penón De Ifach klettinn. 

Calpe svæðið er svo sannarlega perla Costa Blanca strandarinnar, sem þekkt er fyrir sinn hvíta sand og túrkís-bláan sjó.  Svæðið, sem er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante borginni, er stundum líkt við hina þekktu Miami South Beach vegna hvítra stranda og iðandi mannlífi. Bærinn sem iðar af lífi á sér langa og merkilega sögu sem speglast í fallegum mannvirkjum og lifandi menningu. Hér ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru girnilegar hvítar strendur og tær sjórinn, mannlíf, saga eða næturlíf. Á svæðinu eru ótal góðir veitingastaðir, en við mælum sérstaklega með veitingastöðunum sem sérhæfa sig í sjávarfangi. Inni í bænum, stutt frá sjónum er grunt vatn sem nefninst Las Salninas og þar má gjarnan sjá Flamingó fugla í þyrpingum. Yfir svæðinu trónir svo Penón de Ifach kletturinn sem er býður upp á stórbrotið útsýni yfir hafið og nærliggjandi svæði. Calpe er dásamlegt svæði sem slegið hefur í gegn. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL DIAMANTE BEACH

Tvíbýli

Baðherbergi

Svalir/verönd

Frítt internet

Hárblásari 

Sjónvarp

Sími

Mini-bar

Útisundlaug 

Barnalaug 

Leikvöllur 

Veitingastaður með hlaðborð 

A la Carte veitingastaður 

Skemmtidagskrá 

Píanóbar

Snarlbar

Kaffihús

Heilsulind 

Innilaug

Borðtennis

Nudd

Fegrunarmeðferðir

Leikjaherbergi

Heilsurækt 

Gufubað

Loftkæling 

Sólarhringsmóttaka

Töskugeymsla

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin

Upplýsingar

Av. Juan Carlos I, 48, 03710 Calpe, Alicante, Spain

Kort