Lloret de Mar

Costa Encantada er gott hótel með 284 íbúðum. Góður kostur fyrir fjölskyldufólk og einstaklinga sem vilja vera í rólegheitum en hafa fjör miðbæjarins innan seilingar. 

Á hótelinu er frábær sundlaugagarður með stórum og góðum laugum og sérstakri barnalaug. Einnig er góð líkamsræktarstöð, heilsurækt með sauna og  hárgreiðslu- og snyrtistofa. Flott  íþróttaaðstaða með fótboltavelli og blak- og körfuboltavelli. Umhverfið er barnvænt og allir finna eitthvað við sitt hæfi. Ströndin er  í  um 10 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu.
Íbúðirnar eru rúmgóðar og vel búnar helstu þægindum, með síma, sjónvarpi, öryggishólfi og loftkælingu. Hægt er að leigja barnarúm fyrir 4 evrur nóttina.

Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á hlaðborð alla daga, einnig er pizzeria og sundlaugarbarir. Á hótelinu er diskótek svo ekki þarf að fara langt til að dansa.  Leiksalur fyrir unga sem eldri með spilakössum, billiard-borði og fl. 
Ath. internetaðgengi er á hótelinu í sameiginlegri aðstöðu gegn gjaldi. 
Á daginn og kvöldin er skemmtidagskrá á hótelinu, bæði íþróttadagskrá úti við sundlaug og sýningar á sviði úti í garðinum á kvöldin. Einnig eru starfræktir barna- og unglingaklúbbar á hótelinu.

Stutt er í alla þjónustu en lítill súpermarkaður er á hótelinu þar sem hægt er að kaupa helstu nauðsynjar. Veitingastaðir og stór súpermarkaður eru í næsta nágrenni auk þess sem mjög stutt ganga er á skemmtistaði og bari.

ATH:   
Frá1 nóvember 2012 var settur sérstakur gistiskattur á allar hótelgistingar í Katalóníu.  
Farþegar þurfa að greiða þetta gjald beint til hótelsins.  
Fyrir 5 stjörnu hótel er gjaldið EUR 2,25 á mann á dag
Fyrir 4 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.90 á mann á dag
Fyrir 2 og 3 stjörnu hótel er gjaldið EUR 0.45 á mann á dag
eingöngu er greitt fyrir fyrstu 7 næturnar og ekki þarf að borga fyrir börn yngri en 16 ára.

Upplýsingar

Camio de Santa Christina a las Alegries, Lloret de Mar, Costa Brava 17310 Spain Ath: Greiða þarf gistiskatt 1 EUR á mann á dag beint til hótelsins
Sjá vefsíðu

Kort