Benidorm

Gran Hotel Delfin er gott 4ra stjörnu hótel á Poniente ströndinni. Þetta er mjög vel staðsett hótel þar sem Poniente ströndin er ein fallegasta strönd svæðisins. Það hentar vel þeim sem vilja vera á aðeins rólegra svæði á Benidorm. Snyrtilegur sundlaugagarður með bekkjum, sólhlífum, í göngu fjarlægð frá fjölda veitingastaða og verslana.

GISTING 

Þægileg herbergi með sjónvarpi, öryggishólf og loftkælingu. Gestir hafa val um að greiða aukalega fyrir herbergi með sjávarsýn. Frítt þráðlaust internet er á herbergjunum. 

AÐSTAÐA

Snyrtilegur sundlaugagarður með bekkjum, sólhlífum og snarlbar. Falleg verönd með útsýni yfir hafið þar sem hægt er að horfa yfir ströndina og sjóinn. Á hótelinu er hárgreiðslu og snyrtistofa 

AFÞREYING 

Góð skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna er á hótelinu. Á daginn eru allskonar dagskrá líkt og íþróttir ofl. Sex daga vikunar er lifandi tónlist á verönd hótelsins sem gestir geta notið með kaldan drykk við hönd. 

VEITINGAR 

Á Gran Hotel Delfin er veitingastaður með hlaðborð og snarlbar. 

STAÐSETNING 

Hótelið er mjög vel staðsett alveg við dásamlega strönd. Veitingastaðir og kaffihús í göngufjarlægð. 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Av. Vicente Llorca Alós, 19, 03502 Benidorm, Alicante, Spánn

Kort