Alicante

Apartamentos Pueblo Acantilado er falleg 4 stjörnu íbúðagisting staðsett á milli Benidorm og Alicante við klettavegg meðfram sjónum - í um 15 mínútna akstri frá strönd.

GISTING 

Stúdíóin og einsherbergja íbúðirnar á Pueblo Acantilado eru rúmgóðar og fallega hannaðar með setustofu, sjónvarpi og svölum eða verönd. Hótelið er byggt upp eins og lítið spánskt þorp.

AÐSTAÐA 

Á hótelinu er heilsulind, sána, nuddmeðferðir og líkamsræktaraðstaða. Minigolf og borðtennisborð. Fallegur garður ásamt sundlaugum. 

VEITINGASTAÐUR 

2 veitingastaðir eru á hótelinu.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett við strandlengjuna, á háum klettavegg, mitt á milli Benidorm og Alicante. Við mælum með að fólk leigi sér eða sé á bílaleigubíl meðan á dvöl þeirra stendur.

AÐBÚNAÐUR

Útisundlaug 

Barnalaug 

Sólbaðsaðstaða

Sólarhringsmóttaka 

Internet gegn gjaldi

Nuddstofa

Líkamsræktaraðstaða

Heilsulind

Veitingasstaður 

Minigolf

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Plaza de la Ciutat de l'Alguer, 10, 03560 El Campello, Alacante

Kort