Alicante

Allon Mediterrania er flott 4* hótel sem opnaði 2010. Nútímalegt hótel með frábæru útsýni yfir Miðjarðarhafið, lobby bar, veitingastað, líkamrækt, sundlaug með sér svæði fyrir börn og fleira. Hótelið er staðsett mitt á milli Alicante og Benidorm við bæinn Villajoyosa. 

Herbergin

Herbergin eru 29 fermetrar með svölum og sjávarsýn. Þau eru nútímaleg og þægileg, parketlögð með loftræstingu, minibar, gervihnattasjónvarpi, WiFi og baðherbergi með hárþurrku. 

Aðstaða

Góð útisundlaug, sólbaðsaðstaða, líkamsrækt, sauna og nudd gegn gjaldi. 

Veitingar

Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður með útsýni yfir Miðjarðarhafið. Á kvöldin er a la carte seðill. Í anddyrinu er bar og þar er oft lifandi tónlist. Við sundlaugina er snarlbar. 

Afþreying

Í nágrenni hótelsins er ýmis afþreying líkt og köfun, kayjak, bátsiglingar, fiskveiðar, vínsmökkun og súkkulaði verksmiðjur! Golfvöllur er innan við 8 km. fjarlægð frá hótelinu og Terra Natura er í 10 km. fjarlægð. 

Upplýsingar

Av. Del Puerto 4 Villajoyosa

Kort